Opnun: Gunnar V. Andrésson│Samferðamaður

Ljósmyndasafn Reykjavíkur býður þér að vera við opnun sýningarinnar - Gunnar V. Andrésson / Samferðamaður - laugardaginn 3. maí kl. 15:00 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, 6. hæð.
Formaður borgarráðs, Líf Magneudóttir, opnar sýninguna. Léttar veitingar í boði Sýningarspjall með Gunnari V. Andréssyni sunnudaginn 4. maí kl. 14:00. Á sýningunni "Samferðamaður" er farið yfir ríflega fimmtíu ára feril Gunnars V. Andréssonar fréttaljósmyndara – frá 1966 til 2017. Myndir hans sem birtar voru í dagblöðunum Tímanum, Vísi, DV (Dagblaðinu Vísi), Fréttablaðinu og á fréttavefnum visir. is, eru ómetanleg heimild um íslenskt þjóðlíf. Sýningin er sett upp á þann hátt að áhorfandinn gengur í gegnum tímann, ef svo má segja. Myndirnar eru sveipaðar tíðaranda hvers skeiðs fyrir og sýna glöggt breytingarnar sem urðu á tímabilinu – hvort sem er á umhverfi eða hinum ýmsu sviðum samfélagsins. Sýningin stendur til 7. desember 2025.