Papp­írs­fley og fiskar - Opin Origa­mismiðja á Menn­ing­arnótt

Pappírsfley og fiskar - Opin Origamismiðja á Menningarnótt

Í tilefni af Menningarnótt verður opin origamismiðja fyrir börn og fjölskyldur 23. ágúst kl. 10-16. Leiðbeiningar verða á staðnum fyrir bát, fisk og skipskött. Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin.

Á Sjóminjasafninu má sjá margskonar báta og litríka fiska. Litla árabátinn Farsæl á sýningunni Fiskur og fólk, ásamt Varðskipinu Óðni og dráttarbátnum Magna sem liggja við bryggju. Á 2. hæð má standa endalaust og rýna í fiskaveggfóðrið og finna sinn uppáhalds fisk! Af og til kíkir meira að segja kisa í heimsókn á safnið, en hvort það sé sannur skipsköttur er óljóst. Smiðjan er opin og sveigjanleg – komið þegar ykkur hentar og takið þátt á ykkar hraða. Viðburðurinn er hluti af fjölbreyttri dagskrá Borgarsögusafns á Menningarnótt. Aðgengi er gott á Sjóminjasafninu og leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið.