Reykja­vík… sagan heldur áfram

Reykjavík… sagan heldur áfram

Landnámssýningin í Aðalstræti er opin gestum að venju á Safnanótt og býður öllum frían aðgang. Í Aðalstræti 10 og 16 geturðu séð hvernig Reykjavík þróaðist frá landnámi til dagsins í dag. Söguþráðurinn teygir sig neðanjarðar úr Aðalstræti 16 þar sem er rúst skála frá 10. öld í yfir í elsta hús Kvosarinnar, Aðalstræti 10 og sýnir þróun Reykjavíkur frá býli til borgar. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott. Athugið þó að fremur lítil lýsing er inni í sýningarsal Landnámssýningarinnar og gólfið er ójafnt á köflum. Leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar stoppa við Ráðhúsið (2 mín. gangur) og í Lækjargötu (5 mín. gangur).