Rófuútskurðarsmiðja í haustfríinu - Skráning nauðsynleg

Verið velkomin í rófuútskurðarsmiðju þann 27. október kl. 13-14 og 14-15. Smiðjan er ætluð börnum á aldrinum 7-10 ára. Ókeypis inn og öll velkomin en skráning er nauðsynleg. Vinsamlegast athugið að það eru tvær smiðjur í boði og er nauðsynlegt að skrá sig í þær til að tryggja sér pláss. Vinsamlegast bókið pláss og tilgreinið hvorn tímann þið kjósið heldur, kl. 13-14 eða kl. 14-15, með því að senda tölvupóst á hopar.borgarsogusafn@reykjavik.is Á 16. öld skar fólk á Írlandi út í rófur. Þær voru settar fyrir utan húsdyrnar til að hræða illar verur á brott en bjóða gesti velkomna. Innan í rófu var sett logandi kerti. Á 19. öld fóru írskir landnemar til Bandaríkjanna og þar var byrjað að skera út í grasker í stað rófna. Hér má sjá myndband sem um rófuútskurð sem var útbúið fyrir nokkrum árum: https://vimeo.com/470110708 Athugið að það er takmarkað magn af rófum í boði og miðað er við eina rófu á barn. Það þarf líka að skiptast á að nota verkfærin. Viðburðurinn er hluti af haustfrísdagskrá Borgarsögusafns. Frítt er inn á alla sýningarstaði safnsins fyrir fullorðna í fylgd barna dagana 24.-28. október.
Aðgengi: Gangstígar á safnsvæðinu eru flestir malarstígar. Inn í flest húsin er gengið upp eitt þrep eða yfir þröskuld. Hjálparhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar: Næsta stoppistöð heitir Árbæjarsafn (1 mín. gangur). Aðrar nálægar stoppistöðvar heita Laxakvísl og Fagribær (5-6 mín. gangur). Bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru við inngang safnsins. Öll bílastæði eru ókeypis.