Rófu­út­skurð­arsmiðja

Rófuútskurðarsmiðja

Við bjóðum börn á aldrinum 7-10 ára velkomin í hrekkjavökurófusmiðju í haustfríinu á Árbæjarsafni. Vinsamlegast athugið að það eru tvær smiðjur í boði og er nauðsynlegt að skrá sig í þær til að tryggja sér pláss.

Vissuð þið að á 16. öld skar fólk á Írlandi út í rófur á Hrekkjavöku?Þær voru settar fyrir utan húsdyrnar til að hræða illar verur á brott en bjóða gesti velkomna. Innan í rófu var sett logandi kerti. Á 19. öld fóru írskir landnemar til Bandaríkjanna og þar var byrjað að skera út í grasker í stað rófna. Athugið að það er takmarkað magn af rófum í boði og miðað er við eina rófu á fjölskyldu. Það þarf líka að skiptast á að nota verkfærin. Vinsamlegast bókið pláss og tilgreinið hvorn tímann þið kjósið heldur 11:00 eða 13:00 með því að senda tölvupóst á hopar.borgarsogusafn@reykjavik.is Hlökkum til að sjá ykkur!