Sjón­leikur í Reykja­víkur Biograp­h-T­heater á Menn­ing­arnótt

Sjónleikur í Reykjavíkur Biograph-Theater á Menningarnótt

Í tilefni af Menningarnótt verður hinn dramatíski sjónleikur "Niður með vopnin"! ("Ned med Vaabnene!") frá 1914, sýndur í Kjarnanum í Aðalstræti 10 kl. 17-20. Aðgangur ókeypis og öll velkomin.

Sjónleikurinn víðfrægi, eða kvikmyndin eins og við myndum komast að orði í dag, er þögull og var leikstýrt af hinum danska Holger-Madsen. Myndin telst ein af fyrstu kvikmyndum sögunnar sem fjallar beint um friðarboðskap og hörmungar stríðs. Hún byggir á samnefndri skáldsögu eftir friðarsinnann Berthu von Suttner, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1905. Viðburðurinn er hluti af fjölbreyttri dagskrá Borgarsögusafns á Menningarnótt. Aðgengi er gott í Aðalstræti. Athugið þó að það er fremur lítil lýsing inni í sýningarsal hjá skálarústinni og þar er gólfið ójafnt á köflum. Leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið.