Skákmót Tafl­fé­lags Reykja­víkur

Skákmót Taflfélags Reykjavíkur

Taflfélag Reykjavíkur heldur skákmót í Viðeyjarstofu í samstarfi við Eldingu og Borgarsögusafn sunnudaginn 7. júlí. Mótið er opið öllum áhugasömum og þátttaka er ókeypis en greiða þarf í ferjuna sem leggur af stað frá Skarfabakka kl. 12:15. En athugið mótið hefst kl. 13.

Tefldar verða sjö umferðir með tímamörkunum 4+2 (4 mínútur á mann og 2 sekúndur á leik). Teflt verður í hlýlegu umhverfi á efri hæð Viðeyjarstofu en þar má kaupa ljúffengar veitingar á meðan á móti stendur. Hámarks keppendafjöldi er 50. Hlekkur til að skrá sig kemur hér í viðburðinn þegar nær dregur. Við mælum með að þið bókið ferjumiða hjá Eldingu um leið og þið skráið ykkur á mótið. Gjald í ferjuna fram og til baka eru 2.300 kr. fyrir fullorðna og 1.150 kr. fyrir börn 7 – 17 ára í fylgd fullorðinna. Börn 6 ára og yngri sigla frítt (ath. aðeins er hægt að bóka 3 börn fyrir hvert foreldri / forráðamann). Við minnum á að handhafar Menningarkorts Reykjavíkur fá 10% afslátt í Viðeyjarferjuna og handhafar Gestakortsins (Citycard.is) sigla frítt. Aðgengi: Til að komast í ferjuna til Viðeyjar er gengið um landgang sem er misbrattur eftir sjávarföllum og fyrir vikið er aðgengi fyrir hreyfihamlaða með miklum takmörkunum. Leiðsöguhundar eru velkomnir í Viðey. Nánari upplýsingar um aðgengi má finna hér á vef Borgarsögusafns https://borgarsogusafn.is/adgengi