Skapaðu þín eigin jörð! Fönd­ursmiðja í haust­frí­inu.

Skapaðu þín eigin jörð! Föndursmiðja í haustfríinu.

Skapaðu þína eigin jörð er yfirskrift klippi- og litasmiðju sem boðið verður upp á í haustfríinu inn á sýningunni Við erum jörðin – við erum vatnið .

Í smiðjunni munum við skapa okkar eigin jörð úr gömlum tímaritum . Við litum, límum og leyfum sköpunargleðinni að ríkja. Hvernig viltu að jörðin verði eftir 100 ár? Frítt inn fyrir börn og fullorðna í tilefni af haustfríi grunnskóla Reykjavíkur. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott á Sjóminjasafninu, sérstaklega við inngang Grandagarðsmegin. Lyfta er á milli hæða. Strætisvagn, leið 14 , stoppar nálægt inngangi safnsins, Grandagarðsmegin.