Spilastund fjölskyldunnar

Í tilefni Barnamenningarhátíðar höfum við breytt Bryggjusalnum í notalegt og skapandi fjölskyldurými fullt af skemmtilegum spilum og föndri. Þar geta börn og fullorðnir átt saman góða stund í leik og list.
Við ætlum að prófa nokkur spennandi ný spil og bjóðum gestum einnig að setjast niður við teikniborðið, lita, teikna og jafnvel tefla ef stemningin býður upp á það. Komið og njótið notalegrar og skapandi stundar saman á safninu – öll hjartanlega velkomin! Safnið er opið alla daga 10:00-17:00 Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott á Sjóminjasafninu, sérstaklega við inngang Grandagarðsmegin. Lyfta er á milli hæða. Strætisvagnar 3. og 14. stoppa á stoppistöð sem heitir Grandagarður, rétt við safnið.