Sumardagurinn fyrsti á Árbæjarsafni

Sumardagurinn fyrsti, 24. apríl verður haldinn hátíðlegur á Árbæjarsafni með fjölbreyttri dagskrá fyrir börn og fjölskyldur frá klukkan 13 til 16. Ókeypis inn og öll velkomin. 12:30 Skrúðganga leggur af stað frá Árbæjarkirkju 13:00 Skátafélagið Árbúar og Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts koma marserandi inn á safnið 13:00-15:00 Sumarhattasmiðja í Lækjargötu 4 14:00 Dagrún Ósk þjóðfræðingur segir frá sögu og þjóðtrú Sumardagsins fyrsta 13:00-16:00 Veitingasala, popp og kandífloss – Skátafélagið Árbúar 13:00-16:00 Þrautaleikur á safnsvæðinu – Skátafélagið Árbúar 15:00 Kvöldvaka - Skátafélagið Árbúar 13:00-16:00 Lummur og tóvinna í gamla Árbænum
🥳 Hátíðleg sumarhattasmiðja 🥳 Við bjóðum börnum og fjölskyldum þeirra að taka þátt í skemmtilegri og skapandi sumarhattasmiðju á Sumardaginn fyrsta. Fögnum sumrinu saman í Árbæjarsafni! Allt efni og áhöld verða á staðnum. ☀️ Af Sumardeginum fyrsta, sögu og þjóðtrú ☀️ Í tilefni sumardagsins fyrsta segir Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur okkur frá sögu dagsins og hefðum og siðum honum tengdum. Þá segir Dagrún einnig frá margvíslegri þjóðtrú tengdri sumardeginum og þjóðsögur sem tengjast sólinni sem hækkar nú ört á lofti og við vonumst til að sjá sem mest af í sumar. Ljósmynd eftir Roman Gerasymenko