Sýningaropnun: Hreyfing

Verið velkomin á opnun sýningarinnar „Hreyfing“ í Skotinu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur föstudaginn 9. janúar kl. 16-18. Léttar veitingar verða á boðstólum. Ókeypis inn! „Hreyfing“ nefnist fyrsta sýning félaga úr Fókus – Félagi áhugaljósmyndara sem mun taka yfir sýningarrýmið SKOTIÐ árið 2026. Orðið „hreyfing“ má túlka í ljósmynd á mismunandi vegu, til dæmis með því að frysta hreyfingu í mynd, fylgja hreyfingu eftir með myndavélinni, eða taka myndir af ýmsum „hreyfingum“ samfélagsins, svo sem verkalýðshreyfingu eða mótmælahreyfingu. Sýnendur eru: • Dagþór Haraldsson • Geir Gunnlaugsson • Ósk Ebenesersdóttir • Ólafur Magnús Håkansson • Sveinn Aðalsteinsson • Þorsteinn Friðriksson Sýningar FÓKUS árið 2026 verða alls sjö með mismunandi þemu. Sýnendur verða 46 talsins og hver sýning stendur yfir í sex vikur. Það er spennandi ár framundan – ekki missa af forvitnilegu og fjörugu ári í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur!
Aðgengi er gott á Ljósmyndasafninu. Hjálparhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar: Næstu stoppistöðvar heita Hafnarhús, Lækjartorg, Ráðhúsið (2-5 mín. gangur).