Sýningarspjall | Kristján Maack - Sofandi risar

Verið velkomin á sýningarspjall með Kristjáni Maack um sýninguna Sofandi risar, sunnudaginn þann 18. janúar kl. 14-15. Ókeypis inn og öll velkomin! Sofandi risar fjalla um hina örlagaríku tíma sem við lifum á. Í náttúrunni búa sofandi risar sem smátt og smátt eru að vakna til lífsins. Djúpt í iðrum náttúrunnar stendur tíminn kyrr svo árþúsundum saman og varðveitir þar tímann og kjarnann í náttúrunni. Um þúsaldir geymist vatnið og súrefnið og allar öreindir landsins á hinum fullkomna stað, undir þungu fargi sjálfs síns til þess að varðveita upprunann. Í myrkrinu og kuldanum varðveitist kjarninn best, tíminn hefur stöðvast í milljónir ára og bíður þess sem verða vill. Massinn og fargið hefur áhrif á allt í kringum sig, nærir og kæfir allt umhverfið sitt með eiginleikum sínum. Íslenskir jöklar eru að hverfa. Ef skyggnst er innst inn í kjarna jökuls þá má þar finna allt sem var, andrúmsloft, vatn, ryk, flóru, og allar hinar minnstu öreindir alheimsins. Þetta er allt geymt í frystigeymslu náttúrunnar.
Aðgengi er gott á Ljósmyndasafninu. Hjálparhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar: Næstu stoppistöðvar heita Hafnarhús, Lækjartorg, Ráðhúsið (2-5 mín. gangur). Bílastæði eru við safnið og í nærliggjandi bílastæðahúsum.