Sýning­ar­spjall með Gunnari V. Andrés­syni á Menn­ing­arnótt

Sýningarspjall með Gunnari V. Andréssyni á Menningarnótt

Í tilefni af Menningarnótt mun Gunnar V. Andrésson ljósmyndari fara með leiðsagnir um sýningu sína „Samferðamaður“ á Ljósmyndasafni Reykjavíkur laugardaginn 23. ágúst kl. 13:00 og 15:00. Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin.

Á sýningunni „Samferðamaður" er farið yfir ríflega fimmtíu ára feril Gunnars V. Andréssonar fréttaljósmyndara – frá 1966 til 2017. Myndir hans, sem birtar voru í dagblöðunum Tímanum, Vísi, DV (Dagblaðinu Vísi), Fréttablaðinu og á fréttavefnum visir. is, eru ómetanleg heimild um íslenskt þjóðlíf. Sýningin er sett upp á þann hátt að áhorfandinn gengur í gegnum tímann, ef svo má segja. Myndirnar eru sveipaðar tíðaranda hvers skeiðs fyrir og sýna glöggt breytingarnar sem urðu á tímabilinu – hvort sem er á umhverfi eða hinum ýmsu sviðum samfélagsins. Viðburðurinn er hluti af fjölbreyttri dagskrá Borgarsögusafns á Menningarnótt. Aðgengi er gott á Ljósmyndasafninu og leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið.