Sýning­ar­spjall með Gunnari V. Andrés­syni

Sýningarspjall með Gunnari V. Andréssyni

Gunnar V. Andrésson fréttaljósmyndari býður gesti velkomna í spjall um sýninguna „Samferðamaður“ en á sýningunni er farið yfir ríflega fimmtíu ára feril Gunnars – frá 1966 til 2017. Myndir hans, sem birtar voru í dagblöðunum Tímanum, Vísi, DV (Dagblaðinu Vísi), Fréttablaðinu og á fréttavefnum visir.is, eru ómetanleg heimild um íslenskt þjóðlíf.

Sýningin er sett upp á þann hátt að áhorfandinn gengur í gegnum tímann, ef svo má segja. Myndirnar eru sveipaðar tíðaranda hvers skeiðs fyrir og sýna glöggt breytingarnar sem urðu á tímabilinu – hvort sem er á umhverfi eða hinum ýmsu sviðum samfélagsins. Gestum er boðið að vera samferða Gunnari í gegnum sýninguna og heyra sögurnar á bak við myndirnar. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott á Ljósmyndasafninu. Leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar stoppa í Lækjargötu (5 mín. gangur) og leiðir 11, 13 og 14 stoppa á Mýrargötu (5-10 mín. gangur). Bílastæði eru við Grófarhús og í nálægum bílastæðahúsum eins og Vesturgötu.