Sýningarspjall: Myndir ársins 2024

Velkomin á sýningarspjall um myndir ársins 2024 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur 23. mars kl. 14
Vinningshafar ganga um salinn og kynna verkin og sýninguna. Frítt inn! Myndir ársins er árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands sem haldin er í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Á sýningunni eru myndir frá liðnu ári sem valdar hafa verið af óháðri dómnefnd úr 800 innsendum myndum íslenskra blaðaljósmyndara. Myndunum er skipt í sex flokka: Fréttamyndir | Daglegt líf | Íþróttir | Portrett | Umhverfi | Myndaraðir Veitt verða verðlaun fyrir fréttamynd ársins, og mynd ársins. Blaðaljósmyndarafélag Íslands var stofnað árið 1976 og starfar innan Blaðamannafélags Íslands. Sýningin Myndir ársins hefur verið haldin síðan 1980 og er ein fjölsóttasta ljósmyndasýning landsins ár hvert. Meðfylgjandi er mynd ársins 2023. Ljósmyndari: Golli.