Þriðju­dags­þræðir - Sann­leikur og sagna­myndun

Þriðjudagsþræðir - Sannleikur og sagnamyndun

SANNLEIKUR OG SAGNAMYNDUN er yfirskrift annars erindis í fyrirlestraröðinni Þriðjudagsþræðir á Landnámssýningunni Aðalstræti 29. apríl kl. 16:00. Ókeypis inn og öll velkomin!

Í þetta sinn mun Andrés Hjörvar Sigurðsson, þjóðfræðingur kynna nýlega rannsókn sína, „Sannleikur og sagnamyndun“. Þó flökkusagnir og munnmæli samtímans byggi ekki alltaf á staðreyndum birtist í þeim ákveðinn sannleikur þegar félagslegt samhengi þeirra er skoðað. Hér verður kannað hvaða áhrif íslenskar sögusagnir um flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd geta haft á á samfélagslega og stjórnmálalega umræðu. Viðburðurinn er haldinn í góðu samstarfi Borgarsögusafns og Félags þjóðfræðinga á Íslandi. Þarftu táknmálstúlkun? Í ár verður sá háttur á að þau sem óska eftir táknmálstúlk hafa samband sjálf við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Þetta verður í boði á völdum viðburðum. Samskiptamiðstöð sendir svo reikning beint á Borgarsögusafn Reykjavíkur. Aðgengi fyrir hreyfihamlað fólk í Aðalstræti er gott. Hjálparhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar: Næstu stoppistöðvar heita MR og Ráðhúsið (2-5 mín. gangur). 📷 Gunnar V. Andrésson