Þriðjudagsþræðir - Súrdeig

Þann 27. janúar kl. 16:00-17:00 verður flutt fimmta erindið í fyrirlestraröðinni Þriðjudagsþræðir á Landnámssýningunni Aðalstræti. Ókeypis inn og öll velkomin! Í þetta sinn mun Ragnheiður Maísól Sturludóttir þjóðfræðingur kynna lokaverkefni sitt í hagnýtri þjóðfræði frá árinu 2024 - „Ég held að þetta sé bara orðinn svolítill hluti af mér“: Samband súrdeigsbakara við súrdeigið sitt. Verkefnið byggir á eigindlegri rannsókn á sambandi reyndra súrdeigsbakara við súrdeigið sitt og merkingu þess í þeirra daglega lífi. Verkefni var hluti af öndvegisrannsókninni Samlífi manna og örvera í daglega lífinu. Þá mun Ragnheiður Maísól mun einnig fjalla um hagnýta hluta verkefnisins sem tók á sig fjölbreytt listræn form: sýningu með ólíkum listaverkum, allt frá ljósmyndum og skúlptúrum, yfir í hljóðverk og textílverk; performatífan matarviðburð þar sem gestir upplifðu rannsóknina með öllum skilningavitunum; og sex þátta útvarpsseríu fyrir RÚV, Súrinn. Viðburðurinn er haldinn í góðu samstarfi Borgarsögusafns og Félags þjóðfræðinga á Íslandi.
Þarftu táknmálstúlkun? Við höfum þann háttinn á að þau sem óska eftir táknmálstúlk hafa samband sjálf við Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra. Þetta er aðeins í boði á völdum viðburðum. Samskiptamiðstöð sendir svo reikning beint á Borgarsögusafn Reykjavíkur. Aðgengi fyrir hreyfihamlað fólk í Aðalstræti er gott. Hjálparhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar: Næstu stoppistöðvar heita MR og Ráðhúsið (2-5 mín. gangur).