Teljum niður í Hrekkjavöku!
Á Árbæjarsafni er að finna safnhúsið Líkn sem nú hefur verið sveipað dulúðlegum blæ þar sem senn líður að hrekkjavöku. Fyrir þau sem bíða óþreyjufull eftir að hrekkjavakan gangi í garð geta komið á Árbæjarsafn nú í haustleyfi grunnskóla og kíkt inn í Líkn og æft sig í því að láta sér EKKI bregða og byggja þannig upp kjark og dug fyrir daginn sjálfan. Hryllingurinn er á fyrstu og annarri hæð í húsi sem kallast Líkn (25 m frá inngangi safnsins). Fyrsta hæðin er aðgengileg hjólastólum. Rampur er inn í húsið, dyr eru 75 cm á breidd. Gangstígar á safnsvæðinu eru flestir sléttir malarstígar en sums staðar eru hellulagðar stéttir. Hjálparhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar, leiðir 12 og 24, stoppa á Höfðabakka, rétt við safnið. Leið 16 stoppar við Streng (5 mín. gangur) og leið 5 við Rofabæ (6 mín. gangur).
Húsreglur í Líkn: • Allar nornir eru beðnar að halda flugi í lágmarki • Allir seiðskrattar eru vinsamlegast beðnir að þurrka af skónum á gólfmottunni • Afturgöngur eru vinsamlegast beðnar að ganga hægt afturábak. • Stranglega bannað að brosa – nema ef þú sérð eitthvað óhugnalegt! • Forráðamenn einungis leyfðir í fylgd með börnum. • Stranglega bannað að kitla drauga. • Leyfilegt að hrökkva í kút á Hrekkjavöku – ef þú ert með kút! • Bannað að hafa gaman!