Varð­skipið Óðinn - Allir um borð á Menn­ing­arnótt!

Varðskipið Óðinn - Allir um borð á Menningarnótt!

Í tilefni af Menningarnótt, verður hægt að stíga um borð í Varðskipið Óðinn þann 23. ágúst kl. 13-16. Meðlimir í hollvinasamtökum skipsins munu standa vaktina og taka á móti gestum. Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin.

Sökum öryggiskrafna þá er takmaður fjöldi gesta um borð í skipinu í hvert og eitt sinn og biðjum við gesti um að virða þau mörk. Aðeins verður hægt að ganga um dekk skipsins að þessu sinni, en við minnum þá sem hafa áhuga á að fara inn í skipið á daglegu leiðsagnirnar um skipið, sem fara fram aðra daga kl. 13, 14 og 15 frá mars og fram í október. Viðburðurinn er hluti af fjölbreyttri dagskrá Borgarsögusafns á Menningarnótt. Aðgengi: Í varðskipinu Óðni eru brattir stigar, háir þröskuldar og þröngir gangar. Þar er því ekki aðgengi fyrir hjólastóla né þá sem eiga erfitt með gang. Fólki með innilokunarkennd er ekki ráðlagt að fara um borð í skipið.