Vaxta­verkir - Getur þú fundið skóla­dótið á sýning­unni!

Vaxtaverkir - Getur þú fundið skóladótið á sýningunni!

Í vetrarfríinu bjóðum við börnum í skemmtilegan ratleik um sýningu sem heitir Vaxtaverkir. Frítt inn fyrir börn og fullorðna í þeirra fylgd.

Í Kornhúsinu á Árbæjarsafni er sýningin Vaxtaverkir sem gefur innsýn í veröld grunnskólabarna í Reykjavík á árabilinu 1898-1974. Vaxtaverkir er upplifunarsýning með áherslu á sköpun, fræðslu, ímyndunarafl og leikgleði. Hægt er að fá ratleikinn útprentaðan í móttöku safnsins eða nota QR-kóða sem gefinn er upp á safninu. Leikurinn hefst á torgi safnsins. Aðgengi: Gangstígar á safnsvæðinu eru flestir malarstígar. Inn í flest húsin er gengið upp eitt þrep eða yfir þröskuld. Hjálparhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar: Næsta stoppistöð heitir Árbæjarsafn (1 mín. gangur). Aðrar nálægar stoppistöðvar heita Laxakvísl og Fagribær (5-6 mín. gangur). Bílastæði fyrir hreyfihamlaða eru við inngang safnsins. Öll bílastæði eru ókeypis. Ljósmynd: