Veðrun - samsýning félaga í Físl opin á Safn­anótt!

Veðrun - samsýning félaga í Físl opin á Safnanótt!

Velkomin á "Veðrun" samsýningu félaga í FÍSL – Félags íslenskra samtímaljósmyndara í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Sýningin er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2025. Frítt inní tilefni af Safnanótt!

Sýningunni er ætlað að leggja fram hugleiðingar um stöðu ljósmyndunar í samtímalist og í listasögunni. Sýningin kannar einnig hvernig hægt er að skilgreina ljósmyndun á óhefðbundinn hátt þar sem listamennirnir kanna tengsl mannsins við umhverfi sitt. Í verkunum sjáum við ummerki eftir manninn en mannveran er hvergi sjáanleg. Sýningin kannar áhrif mannsins á náttúruna og umhverfið. Sýndar verða ljósmyndir af yfirgefnu landslagi þar sem við sjáum einungis óhlutbundin eða hlutbundin ummerki, ýmist í náttúrunni, innanhúss, í borgarlandslaginu, eða samfélagslegu samhengi. Listamenn: Einar Falur Ingólfsson, Nina Zurier, Stuart Richardson, Eva Schram, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Katrín Elvarsdóttir, Bjargey Ólafsdóttir, Bára Kristinsdóttir, Jóna Þorvaldsdóttir, Björn Árnason, Kristín Sigurðardóttir, María Kjartansdóttir, Bragi Þór Jósefsson, Valdimar Thorlacius, Claire Paugam og Þórsteinn Svanhildarson. Sýningarstjóri: Daría Sól Andrews Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott á Ljósmyndasafninu. Leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar stoppa í Lækjargötu (5 mín. gangur) og leiðir 11, 13 og 14 stoppa á Mýrargötu (5-10 mín. gangur). Bílastæði eru við Grófarhús og í nálægum bílastæðahúsum eins og Vesturgötu.