Veðrun - Sýningarspjall með Maríu Kjartans
Í tilefni Safnanætur 7. febrúar, mun María Kjartans, formaður Félags íslenskra samtímaljósmyndara, bjóða gesti velkomna í spjall um sýninguna Veðrun kl. 20:00. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.
"Veðrun": Samsýning á verkum félaga í FÍSL – Félags íslenskra samtímaljósmyndara í Ljósmyndasafni Reykjavíkur er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2025. Sýningin stendur yfir frá 17. janúar til 16. mars 2025. Sýningunni er ætlað að leggja fram hugleiðingar um stöðu ljósmyndunar í samtímalist og í listasögunni. Sýningin kannar einnig hvernig hægt er að skilgreina ljósmyndun á óhefðbundinn hátt þar sem listamennirnir kanna tengsl mannsins við umhverfi sitt. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott á Ljósmyndasafninu. Leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar stoppa í Lækjargötu (5 mín. gangur) og leiðir 11, 13 og 14 stoppa á Mýrargötu (5-10 mín. gangur). Bílastæði eru við Grófarhús og í nálægum bílastæðahúsum eins og Vesturgötu.