Víkingafjör! - Búningahorn og opin smiðja á Menningarnótt

Í tilefni af Menningarnótt verður sannkallað víkingafjör fyrir börn og fjölskyldur á Landnámssýningunni 23. ágúst kl. 10-17. Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin.
Gestir Landnámssýningarinnar geta þá klætt sig í búninga og borið vopn eins og forfeður og -mæður okkar báru. Hægt verður að stilla sér upp við flottan bakgrunn og smella af mynd. Einnig verður opin víkingasmiðja, þar sem hægt verður að föndra víkingaandlit, víkingaskála og hvaðeina. Viðburðurinn er hluti af fjölbreyttri dagskrá Borgarsögusafns á Menningarnótt. Aðgengi er gott í Aðalstræti. Athugið þó að það er fremur lítil lýsing inni í sýningarsal hjá skálarústinni og þar er gólfið ójafnt á köflum. Leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið.