Wieczorny spacer | Historia kobiet Reykjaviku po polsku / Kvöldganga | Söguslóðir kvenna á pólsku

Polski opis będzie dostępny wkrótce. // Verið velkomin í ókeypis sögugöngu á pólsku um miðbæ Reykjavíkur fimmtudaginn 21. ágúst kl. 20.00. Marta Wieczorek, varaþingmaður á Alþingi Íslendinga og aðstoðarskólastjóri Pólska skólans í Reykjavík, sér um gönguna og segir frá sögu kvenna.
Gengið verður um miðbæinn og stoppað á völdum stöðum þar sem Marta segir frá sögu kvenna í Reykjavík. Í ár eru 110 ár síðan íslenskar konur 40 ára og eldri fengu kosningarétt og máttu bjóða sig fram til Alþingis. Gangan hefst við Borgarbókasafnið Grófinni, Tryggvagötu 15 og fer fram á pólsku. Gangan tekur um 1 og ½ klukkustund. Gangan er ókeypis og öll þau sem tala pólsku eru boðin hjartanlega velkomin. Gangan er hluti af viðburðaröðinni Kvöldgöngur en að henni standa Borgarsögusafn, Borgarbókasafn, Listasafn Reykjavíkur og Reykjavík Bókmenntaborg Unesco. Göngurnar fara fram á fimmtudögum yfir sumarmánuðina. Kvöldgöngurnar eru gjaldfrjálsar og öll eru hjartanlega velkomin. Aðgengi: Gengið verður á gangstéttum og torgum í miðbæ Reykjavíkur, bæði á sléttu og upp stuttar brekkur. Strætisvagnar: Næstu stoppistöðvar heita Hafnarhús, Lækjartorg, Ráðhúsið (2-5 mín. gangur).