Aðalstræti
Borgarsagan í hnotskurn

©Borgarsögusafn Reykjavíkur | Ljósmynd: Vigfús Birgisson
Í Aðalstræti 10 og 16 geturðu séð hvernig Reykjavík þróaðist frá landnámi til dagsins í dag. Söguþráðurinn teygir sig neðanjarðar úr Aðalstræti 16, þar sem er skálarúst frá 10. öld, og yfir í elsta hús Kvosarinnar, Aðalstræti 10, og sýnir þróun Reykjavíkur frá býli til borgar.

Hestamenn stilla sér upp til myndatöku við Aðalstræti 10, framan við búð Helga Zoega árið 1914.
Sýningar
Viðburðir
12 litlar mýs - Ratleikur í haustfríinu
Verið velkomin á Landnámssýninguna Aðalstræti í haustfríinu 24.-28. október kl. 10-17. Þar búa 12 litlar, litríkar mýs. Þær þvælast hingað og þangað, tvist og bast, en getur þú fundið þær allar? Ókeypis inn og öll velkomin. Viðburðurinn er hluti af haustfrísdagskrá Borgarsögusafns. Frítt er inn á alla sýningarstaði safnsins fyrir fullorðna í fylgd barna dagana 24.-28. október.

Klippi- og litasmiðja í haustfríinu
Verið velkomin á Landnámssýninguna í Aðalstræti í haustfríinu 24.-28. október kl. 10-17. Á staðnum verða fullt af skemmtilegum dúkkulísum, grímum og litablöðum sem gaman er að klippa út og lita. Ókeypis inn og öll velkomin! Viðburðurinn er hluti af haustfrísdagskrá Borgarsögusafns. Frítt er inn á alla sýningarstaði safnsins fyrir fullorðna í fylgd barna dagana 24.-28. október.

Ferðamannaleiðsögn

Safnverslun


