Aðalstræti

Borg­ar­sagan í hnot­skurn

©Borgarsögusafn Reykjavíkur | Ljósmynd: Vigfús Birgisson

©Borgarsögusafn Reykjavíkur | Ljósmynd: Vigfús Birgisson

Í Aðalstræti 10 og 16 geturðu séð hvernig Reykjavík þróaðist frá landnámi til dagsins í dag. Söguþráðurinn teygir sig neðanjarðar úr Aðalstræti 16, þar sem er skálarúst frá 10. öld, og yfir í elsta hús Kvosarinnar, Aðalstræti 10, og sýnir þróun Reykjavíkur frá býli til borgar.

Hestamenn stilla sér upp til myndatöku við Aðalstræti 10, framan við búð Helga Zoega árið 1914.

Hestamenn stilla sér upp til myndatöku við Aðalstræti 10, framan við búð Helga Zoega árið 1914.

Viðburðir

Safnanótt
Landnámssýningin

Reykjavík… sagan heldur áfram

Landnámssýningin í Aðalstræti er opin gestum að venju á Safnanótt og býður öllum frían aðgang. Í Aðalstræti 10 og 16 geturðu séð hvernig Reykjavík þróaðist frá landnámi til dagsins í dag. Söguþráðurinn teygir sig neðanjarðar úr Aðalstræti 16 þar sem er rúst skála frá 10. öld í yfir í elsta hús Kvosarinnar, Aðalstræti 10 og sýnir þróun Reykjavíkur frá býli til borgar. Aðgengi fyrir hreyfihamlaða er gott. Athugið þó að fremur lítil lýsing er inni í sýningarsal Landnámssýningarinnar og gólfið er ójafnt á köflum. Leiðsöguhundar eru velkomnir í safnið. Strætisvagnar stoppa við Ráðhúsið (2 mín. gangur) og í Lækjargötu (5 mín. gangur).

Reykjavík… sagan heldur áfram
Safnanótt
Landnámssýningin

12 litlar mýs - fjölskylduleikur á Safnanótt

Í tilefni Safnanætur verða ýmsir leikir og spil í boði á Landnámssýningunni en þar búa t.d. 12 litlar, litríkar mýs. Þær þvælast hingað og þangað, tvist og bast, en getur þú fundið þær allar? Ókeypis inn og öll velkomin.

12 litlar mýs - fjölskylduleikur á Safnanótt
Safnanótt
Landnámssýningin

Fyrir neðan allar hellur - leiðsögn um sögu Reykjavíkur

Á Safnanótt munu gestir sem heimsækja Aðalstræti 10 og 16, hina sönnu sögumiðju Reykjavíkur, vera leiddir um ævintýralega og margslungna sögu Reykjavíkur allt frá því að landnámsfólkið dreif hingað að og til dagsins í dag. Ókeypis inn og öll velkomin.

Fyrir neðan allar hellur - leiðsögn um sögu Reykjavíkur
Fræðsla
Landnámssýningin

Spunagaldur á Safnanótt

Verið hjartanlega velkomin á Spunagaldur á Safnanótt, föstudaginn þann 7. febrúar kl. 20. Ókeypis inn og öll velkomin.

Spunagaldur á Safnanótt
Vetrarfrí
Landnámssýningin

Fetaðu í fótspor Baktusar miðbæjarkattarins!

Miðbæjarkötturinn Baktus er fastagestur á Landnámssýningunni og kemur næstum daglega. Í vetrarfríinu bjóðum við börnum upp á að feta í fótspor Baktusar í gegnum sýninguna og skoða það sem honum finnst merkilegast! Frítt inn fyrir börn og fullorðna í þeirra fylgd í tilefni af vetrarfríinu.

Fetaðu í fótspor Baktusar miðbæjarkattarins!
Vetrarfrí
Landnámssýningin

Kornflexgrímur - skemmtileg smiðja í vetrarfríinu

Við verðum með skemmtilega kornflexgrímusmiðju fyrir börn í vetrarfríinu. Frítt inn fyrir börn og fullorðna í þeirra fylgd.

Kornflexgrímur - skemmtileg smiðja í vetrarfríinu

Ferða­manna­leið­sögn

Ferðamannaleiðsögn alla virka daga á sumrin kl. 11:00.

Safn­verslun

Safnverslunin í  Aðalstræti 16