Aðalstræti

Borg­ar­sagan í hnot­skurn

Landnámssýningin í Aðalstræti | Ljósmynd: Vigfús Birgisson

Landnámssýningin í Aðalstræti | Ljósmynd: Vigfús Birgisson

Í Aðalstræti 10 og 16 geturðu séð hvernig Reykjavík þróaðist frá landnámi til dagsins í dag. Söguþráðurinn teygir sig neðanjarðar úr Aðalstræti 16, þar sem er skálarúst frá 10. öld, og yfir í elsta hús Kvosarinnar, Aðalstræti 10, og sýnir þróun Reykjavíkur frá býli til borgar.

Hestamenn stilla sér upp til myndatöku við Aðalstræti 10, framan við búð Helga Zoega árið 1914.

Hestamenn stilla sér upp til myndatöku við Aðalstræti 10, framan við búð Helga Zoega árið 1914.

Viðburðir

Landnámssýningin Aðalstræti

Hvar býr litla gula kisan? - Ratleikur á Safnanótt

Getur þú fundið litlu gulu kisuna? Verið velkomin í ratleik um Landnámssýninguna Aðalstræti á Safnanótt, föstudaginn 6. febrúar kl. 10-23. Ókeypis inn og öll velkomin! Á Landnámssýningunni niðri í bæ er lítil gul kisa. Hún fer alls staðar um sýninguna, inn í sýningarskápa, ofan á borð og upp í gluggakistur. Ef þú eltir litlu gulu kisuna um sýninguna geturðu kannski komist að því hvar hún á heima. Viðburðurinn er hluti af dagskrá Borgarsögusafns á Safnanótt.

Hvar býr litla gula kisan? - Ratleikur á Safnanótt
Landnámssýningin Aðalstræti

Frítt inn á Landnámssýninguna Aðalstræti á Safnanótt

Verið velkomin á Landnámssýninguna Aðalstræti á Safnanótt, föstudaginn 6. febrúar kl. 18-23. Ókeypis inn og öll velkomin! Í Aðalstræti 10 og 16 geturðu séð hvernig Reykjavík þróaðist frá landnámi til dagsins í dag. Söguþráðurinn teygir sig neðanjarðar úr Aðalstræti 16 þar sem er rúst skála frá 10. öld í yfir í elsta hús Kvosarinnar, Aðalstræti 10 og sýnir þróun Reykjavíkur frá býli til borgar. Eldri hluti sýningarinnar í Aðalstræti 16 byggir á niðurstöðum vísindalegra fornleifarannsókna um það sem fornleifar í Reykjavík geta sagt okkur um líf og störf þeirra sem fyrst settust hér að. Ljósi er varpað á líf og tilveru fyrstu íbúa Reykjavíkur og tengsl þeirra við umhverfið í nýju landi í gegnum margmiðlunartækni og túlkun á fornminjum. Þungamiðjan er rúst skála frá 10. öld sem fannst árið 2001 og er varðveitt á sínum upphaflega stað og gefur hugmynd um umhverfi Reykjavíkur eins og það var við landnám. Norðan við skálann fannst veggjarbútur sem er ennþá eldri, eða síðan fyrir 871 og er hann meðal elstu mannvistarleifa sem fundist hafa á Íslandi. Sýningin teygir sig svo áfram neðanjarðar frá Aðalstræti 16 yfir í elsta hús Kvosarinnar, sem er Aðalstræti 10 og heldur áfram til samtímans. Þættir úr sögu Reykjavíkur eru dregnir fram og við sjáum daglegt líf íbúanna og tíðarandann í aldanna rás. Sýningin vekur upp spurningar og áhuga - og kemur á óvart með fjölbreyttri miðlun og upplifun þar sem mikilvægi Aðalstrætis sem sögumiðja Reykjavíkur er undirstrikað enn frekar.

Frítt inn á Landnámssýninguna Aðalstræti á Safnanótt
Landnámssýningin Aðalstræti

Glerperlugerð að hætti víkinga á Safnanótt

Velkomin á Landnámssýninguna Aðalstræti á Safnanótt, föstudaginn 6. febrúar. Kl. 18-20 verður hægt að fylgjast með glerblásara móta perlur yfir opnum eldi og taka þátt í perlusmiðju. Ókeypis inn og öll velkomin! Glerblásarinn Fanndís Huld Valdimarsdóttir sérhæfir sig í endurgerð glerperla frá tíð Víkinga. Á Safnanótt mun hún sýna hvernig gler er brætt og mótað í perlur yfir opnum eldi. Hún notar bæði nýjar aðferðir og gamlar að hætti víkinga. Á víkingatímanum var mikið stöðutákn að eiga fagrar glerperlur og þær voru afar verðmætur gjaldmiðill. Slíkar perlur finnast oft í uppgreftri, til dæmis í heiðnum gröfum. Einnig verður á svæðinu perlusmiðja, þar sem krakkar geta tyllt sér og föndrað sér perlufestar og armbönd úr litríkum perlum. Viðburðurinn er hluti af dagskrá Borgarsögusafns á Safnanótt.

Glerperlugerð að hætti víkinga á Safnanótt
Landnámssýningin Aðalstræti

Fyrir neðan allar hellur - Leiðsögn um sögu Reykjavíkur á Safnanótt

Verið velkomin í leiðsögn um Landnámssýninguna Aðalstræti á Safnanótt, föstudaginn 6. febrúar kl. 19 og 21. Ókeypis inn og öll velkomin! Boðið verður upp á tvær leiðsagnir kl. 19 og 21 sem hefjast báðar á Landnámssýningunni Aðalstræti 16 en þar blasir við gestum rúst skála frá 10. öld sem fannst árið 2001. Gestir verða leiddir um ævintýralega og margslungna sögu Reykjavíkur allt frá því að landnámsfólkið dreif hingað að og til dagsins í dag. Svör við spurningum um hvernig Reykjavík leit út við landnám og hvað allt þetta fólk var að bardúsa hér fyrstu árhundruðin verða afhjúpuð auk fjölda annarra. Í maí 2022 var sýningarsvæðið stækkað og teygir sýningin sig nú neðanjarðar frá Landnámssýningunni yfir í elsta hús Kvosarinnar, sem er Aðalstræti 10. Í nýja sýningarhlutanum fylgjum við þróun Reykjavíkur frá þorpi yfir í kaupstað, þaðan í höfuðstað og síðan Reykjavíkurbæ sem verður að Reykjavíkurborg – höfuðstað hins bjarta norðurs. Hoppaðu um borð í tímavélina með okkur og við lofum því að þú verðir margs vísari um sögu Reykjavíkur. Viðburðurinn er hluti af dagskrá Borgarsögusafns á Safnanótt.

Fyrir neðan allar hellur - Leiðsögn um sögu Reykjavíkur á Safnanótt

Ferða­manna­leið­sögn

Ferðamannaleiðsögn alla virka daga á sumrin kl. 11:00.

Safn­verslun

Safnverslunin í  Aðalstræti 16
Safnverslunin í Aðalstræti 10