Rannsóknir

Borgarsögusafn Reykjavíkur sinnir rannsóknum og fræðastarfi. Með rannsóknum sínum vill safnið auka þekkingu og skilning á lífi og menningu borgarinnar og gera þær aðgengilegar íbúum hennar og gestum á markvissan hátt með útgáfu og miðlun. Rannsóknasvið safnsins er saga Reykjavíkur og nágrennis í víðtækum skilningi. Rannsóknir og söfnun eru undirstaða sýninga safnsins. Að auki leitast safnið við að safna og halda til haga fróðleik um safnfræði og efla safnfræðirannsóknir á Íslandi.

Safnið tekur á móti nemendum af öllum skólastigum sem og fræðimönnum sem óska þess að nýta safnið og safnkost þess til rannsókna. Safnið er búið góðu bókasafni sem skoða má í Leitir og nýta sér á staðnum.