Ljósmyndasafn
Augnablik tímans – 1860 til okkar daga

Ljósmyndasafn Reykjavíkur er einn helsti vettvangur ljósmyndunar á Íslandi, bæði sem sögusafn og varðveislustaður, sem og á sviði samtímaljósmyndunar.

9. júlí 1945, Kaupskipið Esja kemur til Reykjavíkurhafnar með um 300 íslenska farþega frá Kaupmannahöfn sem höfðu orðið innlyksa á Norðurlöndunum er síðari heimsstyrjöldin skall á 1939. Ljósmynd: Sigurhans Vignir.
Sýningar
Viðburðir
Myndaþraut í haustfríinu
Í haustfríinu, 25.-28. október verður myndaþraut fyrir forvitna krakka í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á opnunartíma safnsins. Ókeypis inn og öll velkomin! Þrautin snýst um að grandskoða sýningu safnsins með ljósmyndum Gunnars V. Andréssonar. Á sýningunni eru fréttaljósmyndir frá 1966 til 2018 sem sýna hvernig samfélagið hefur breyst undanfarin 50 ár. Þar er því margt að sjá og skoða. Viðburðurinn er hluti af haustfrísdagskrá Borgarsögusafns. Frítt er inn á alla sýningarstaði safnsins fyrir fullorðna í fylgd barna dagana 24.-28. október.

Opnun: Stemning sem var - Guðmundur Einar
Verið velkomin á opnun sýningarinnar „Stemning sem var“ í Skotinu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur þann 30. október kl. 16-18. Léttar veitingar verða á boðstólum. Ókeypis inn! „Stemning sem var“ er yfirskrift sýningar listamannsins Guðmundar Einars sem stendur yfir í Skotinu 30. október til 31. desember 2025. Á henni birtast okkur það sem hann kallar: „sjúskaðar en heiðarlegar leifturmyndir úr nálægri en rómantískri fortíð.“

Myndasafn


