Ljósmyndasafn
Augnablik tímans – 1860 til okkar daga

Ljósmyndasafn Reykjavíkur er einn helsti vettvangur ljósmyndunar á Íslandi, bæði sem sögusafn og varðveislustaður, sem og á sviði samtímaljósmyndunar.

9. júlí 1945, Kaupskipið Esja kemur til Reykjavíkurhafnar með um 300 íslenska farþega frá Kaupmannahöfn sem höfðu orðið innlyksa á Norðurlöndunum er síðari heimsstyrjöldin skall á 1939. Ljósmynd: Sigurhans Vignir.
Sýningar
Viðburðir
Sýningaropnun: Hreyfing
Verið velkomin á opnun sýningarinnar „Hreyfing“ í Skotinu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur föstudaginn 9. janúar kl. 16-18. Léttar veitingar verða á boðstólum. Ókeypis inn! „Hreyfing“ nefnist fyrsta sýning félaga úr Fókus – Félagi áhugaljósmyndara sem mun taka yfir sýningarrýmið SKOTIÐ árið 2026. Orðið „hreyfing“ má túlka í ljósmynd á mismunandi vegu, til dæmis með því að frysta hreyfingu í mynd, fylgja hreyfingu eftir með myndavélinni, eða taka myndir af ýmsum „hreyfingum“ samfélagsins, svo sem verkalýðshreyfingu eða mótmælahreyfingu. Sýnendur eru: • Dagþór Haraldsson • Geir Gunnlaugsson • Ósk Ebenesersdóttir • Ólafur Magnús Håkansson • Sveinn Aðalsteinsson • Þorsteinn Friðriksson Sýningar FÓKUS árið 2026 verða alls sjö með mismunandi þemu. Sýnendur verða 46 talsins og hver sýning stendur yfir í sex vikur. Það er spennandi ár framundan – ekki missa af forvitnilegu og fjörugu ári í Skotinu í Ljósmyndasafni Reykjavíkur!

Leiðsögn útskriftarnema Ljósmyndaskólans
Verið velkomin í leiðsögn um útskriftarsýningu Ljósmyndaskólans. Útskriftarnemendurnir Lilja Birna og Gunnar Freyr munu leiða gesti í gegnum sýninguna í þetta sinn. Á sýningunni eru verk þeirra nemenda sem ljúka diplómanámi í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum í desember 2025. Verkin á sýningunni eru fjölbreytt, viðfangsefni nemenda mismunandi og framsetning, listræn sýn og fagurfræði ólík. Endurspegla útskriftarverk nemenda þannig gróskuna í samtímaljósmyndun og fjölbreytta möguleika sem felast í ljósmyndamiðlinum. Sýningarstjóri: Katrín Elvarsdóttir. Viðburðamyndin er hluti af útskriftarverki Írisar Höddu. Sýningin stendur frá 12. desember 2025 til 11. janúar 2026 og aðgangur er ókeypis.

Leiðsögn útskriftarnema Ljósmyndaskólans
Verið velkomin í leiðsögn um útskriftarsýningu Ljósmyndaskólans. Útskriftarnemendurnir Lilja Birna og Íris Hadda munu leiða gesti í gegnum sýninguna í þetta sinn. Á sýningunni eru verk þeirra nemenda sem ljúka diplómanámi í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum í desember 2025. Verkin á sýningunni eru fjölbreytt, viðfangsefni nemenda mismunandi og framsetning, listræn sýn og fagurfræði ólík. Endurspegla útskriftarverk nemenda þannig gróskuna í samtímaljósmyndun og fjölbreytta möguleika sem felast í ljósmyndamiðlinum. Sýningarstjóri: Katrín Elvarsdóttir. Viðburðamyndin er hluti af útskriftarverki Írisar Höddu. Sýningin stendur frá 12. desember 2025 til 11. janúar 2026 og aðgangur er ókeypis.

Leiðsögn útskriftarnema Ljósmyndaskólans
Verið velkomin í leiðsögn um útskriftarsýningu Ljósmyndaskólans. Útskriftarnemendurnir Íris Hadda og Elva munu leiða gesti í gegnum sýninguna í þetta sinn. Á sýningunni eru verk þeirra nemenda sem ljúka diplómanámi í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum í desember 2025. Verkin á sýningunni eru fjölbreytt, viðfangsefni nemenda mismunandi og framsetning, listræn sýn og fagurfræði ólík. Endurspegla útskriftarverk nemenda þannig gróskuna í samtímaljósmyndun og fjölbreytta möguleika sem felast í ljósmyndamiðlinum. Sýningarstjóri: Katrín Elvarsdóttir. Viðburðamyndin er hluti af útskriftarverki Írisar Höddu. Sýningin stendur frá 12. desember 2025 til 11. janúar 2026 og aðgangur er ókeypis.

Myndasafn

