Ljósmyndasafn
Augnablik tímans – 1860 til okkar daga

Ljósmyndasafn Reykjavíkur er einn helsti vettvangur ljósmyndunar á Íslandi, bæði sem sögusafn og varðveislustaður, sem og á sviði samtímaljósmyndunar.

9. júlí 1945, Kaupskipið Esja kemur til Reykjavíkurhafnar með um 300 íslenska farþega frá Kaupmannahöfn sem höfðu orðið innlyksa á Norðurlöndunum er síðari heimsstyrjöldin skall á 1939. Ljósmynd: Sigurhans Vignir.
Sýningar
Viðburðir
Opnun: Stemning sem var - Guðmundur Einar
Verið velkomin á opnun sýningarinnar „Stemning sem var“ í Skotinu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur þann 30. október kl. 16-18. Léttar veitingar verða á boðstólum. Ókeypis inn! „Stemning sem var“ er yfirskrift sýningar listamannsins Guðmundar Einars sem stendur yfir í Skotinu 30. október til 31. desember 2025. Á henni birtast okkur það sem hann kallar: „sjúskaðar en heiðarlegar leifturmyndir úr nálægri en rómantískri fortíð.“

Myndasafn
