Sjóminja­safn

Sögur af sjó og landi

Fiskur og fólk - sjósókn í 150 ár.

Fiskur og fólk - sjósókn í 150 ár.

Á Sjóminjasafninu í Reykjavík er boðið upp á grunnsýninguna „Fiskur og fólk – sjósókn í 150 ár“. Sýningin einkennist af lifandi stemmningu sem eykur á djúpa upplifun gesta í gegnum ríkulegt myndefni og gagnvirkni. Auk þess eru á safninu tímabundnar sýningar í Vélasal og Bryggjusal ásamt varðskipinu Óðni og dráttarbátnum Magna, sem liggja bundnir við safnabryggjuna.

Svarthvít mynd tekin af starfsfólki frystihúss BÚR árið 1969.

Húsnæði Sjóminjasafnsins árið 1969 sem þá hýsti Bæjarútgerð Reykjavíkur (Búr). Konur við vinnu í fiskvinnslusal, Grandagarður 8. Ljósmyndari: Ásgeir Árnason

Sýningar

Viðburðir

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Ferðakistur - Fjölskyldusmiðja á Safnanótt

Förum í leiðangur! Verið velkomin í fjölskyldusmiðju á Sjóminjasafninu í Reykjavík á Safnanótt, föstudaginn 6. febrúar kl. 18-22. Ókeypis inn og öll velkomin! Ímyndaðu þér að þú sért að fara í langa ferð yfir hafið. Þú ferð með skipi og færð eina stóra ferðakistu til að setja allt sem þú þarft í leiðangrinum. Á 19. öld fóru landkönnuðir og vísindamenn í langar og erfiðar ferðir yfir hafið til að rannsaka ný lönd. Paul Gaimard var franskur náttúrufræðingur sem kom til Íslands árið 1835 með stóran hóp vísindamanna. Þeir komu með koffort og kistur fullar af búnaði sem þeir þurftu til að lifa af og vinna sína rannsóknarvinnu. Í koffortunum voru ótrúlegustu hlutir. Hvað myndir þú taka með? Viðburðurinn er hluti af dagskrá Borgarsögusafns á Safnanótt.

Ferðakistur - Fjölskyldusmiðja á Safnanótt
Sjóminjasafnið í Reykjavík

Finndu sjávardýrin! - Ratleikur á Safnanótt

Getur þú fundið sjávardýrin? Verið velkomin í ratleik á Sjóminjasafninu í Reykjavík á Safnanótt, föstudaginn 6. febrúar kl. 18-22. Ókeypis inn og öll velkomin! Finndu sjávardýrin! er léttur og skemmtilegur ratleikur sem leiðir ykkur um sýninguna Fiskur & fólk - sjósókn í 150 ár. Markmiðið er að finna ýmis konar sjávardýr sem hafa falið sig víðsvegar um sýninguna. Um leið og leitað er að sjávardýrunum má fræðast um sögu fiskveiða á Íslandi, frá því árabátar viku fyrir stórskipaútgerð á síðustu áratugum 19. aldar og allt fram yfir aldamótin 2000. Viðburðurinn er hluti af dagskrá Borgarsögusafns á Safnanótt.

Finndu sjávardýrin! - Ratleikur á Safnanótt
Sjóminjasafnið í Reykjavík

Frítt inn á Sjóminjasafnið á Safnanótt

Verið velkomin á Sjóminjasafnið í Reykjavík á Safnanótt, föstudaginn 6. febrúar kl. 18-22. Ókeypis inn og öll velkomin! Grunnsýningin "Fiskur & fólk - sjósókn í 150 ár" fjallar um sögu fiskveiða á Íslandi, frá því árabátar viku fyrir stórskipaútgerð á síðustu áratugum 19. aldar og allt fram yfir aldamótin 2000. Þessi margslungna saga er sögð frá sjónarhóli stærsta útgerðarbæjar landsins, Reykjavíkur. Umgjörðin á Sjóminjasafninu við Grandagarð er viðeigandi, en safnhúsið hýsti áður blómlega fiskvinnslu. Sýningin "Glöggt er gests augað" er í Vélasalnum. Hún fjallar um norðurslóðaleiðangra franskra ferðalanga og er samstarfsverkefni Borgarsögusafns Reykjavíkur og Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Í maí 1835 kom franski herlæknirinn og ævintýramaðurinn Paul Gaimard til Reykjavíkur í leit að skipinu La Lilloise, en heillaðist af landi og þjóð. Hann stýrði stærsta erlenda vísindaleiðangri sem farið hefur til Íslands, með hópi fræðimanna og listamanna sem rannsökuðu menningu, mannlíf og náttúru landsins árin 1835–1836. Niðurstöðurnar birtust í 12 bókum sem urðu mikilvæg heimild um Ísland á 19. öld og höfðu djúpstæð áhrif á bæði ímynd landsins og sjálfsmynd Íslendinga.

Frítt inn á Sjóminjasafnið á Safnanótt
Sjóminjasafnið í Reykjavík

Í fjarska norðursins - Leiðsögn með Sumarliða R. Ísleifssyni á Safnanótt

Verið velkomin í leiðsögn um sýninguna Glöggt er gests augað með Sumarliða R. Ísleifssyni á Sjóminjasafninu í Reykjavík. Leiðsagnirnar fara fram á Safnanótt, föstudaginn 6. febrúar kl. 19 og 20. Ókeypis inn og öll velkomin! Sumarliði mun árita bækur sínar, "Í fjarska norðursins" og "Iceland and Greenland" að seinni leiðsögninni lokinni um kl. 21. Bækurnar eru fáanlegar í safnbúð Sjóminjasafnsins. Sýningin Glöggt er gests augað prýðir Vélasal Sjóminjasafnsins. Hún fjallar um norðurslóðaleiðangra franskra ferðalanga og er samstarfsverkefni Borgarsögusafns Reykjavíkur og Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Í maí 1835 kom franski herlæknirinn og ævintýramaðurinn Paul Gaimard til Reykjavíkur í leit að skipinu La Lilloise, en heillaðist af landi og þjóð. Hann stýrði stærsta erlenda vísindaleiðangri sem farið hefur til Íslands, með hópi fræðimanna og listamanna sem rannsökuðu menningu, mannlíf og náttúru landsins árin 1835–1836. Niðurstöðurnar birtust í 12 bókum sem urðu mikilvæg heimild um Ísland á 19. öld og höfðu djúpstæð áhrif á bæði ímynd landsins og sjálfsmynd Íslendinga. Sumarliði R. Ísleifsson er doktor í sagnfræði. Hann hefur kannað ímyndasögu Íslands og Grænlands um langt skeið og fjallað um það í greinum og bókum. Þar á meðal bókina "Í fjarska norðursins", sem er saga viðhorfa til Íslands og Grænlands frá miðöldum til samtímans. Viðburðurinn er hluti af dagskrá Borgarsögusafns á Safnanótt.

Í fjarska norðursins - Leiðsögn með Sumarliða R. Ísleifssyni á Safnanótt

Varð­skipið Óðinn

Varðskipið Óðinn

Varðskipið Óðinn

Boðið er upp á daglegar leiðsagnir út í varðskipið Óðinn á tímabilinu 1. mars til 31. október þar sem þorskastríðin og björgunarsaga skipsins eru í brennidepli.

Dráttarbáturinn Magni

Dráttarbáturinn Magni

Magni var fyrsta stálskipið sem smíðað var á Íslandi og gengdi hlutverki sínu fyrir Reykjavíkurhöfn með miklum sóma allt til ársins 1987.

Útleiga

Útleiga

Safn­verslun

Safnverslun Sjóminjasafnsins