Sjóminja­safn

Sögur af sjó og landi

Fiskur og fólk - sjósókn í 150 ár.

Fiskur og fólk - sjósókn í 150 ár.

Á Sjóminjasafninu í Reykjavík er boðið upp á grunnsýninguna „Fiskur og fólk – sjósókn í 150 ár“. Sýningin einkennist af lifandi stemmningu sem eykur á djúpa upplifun gesta í gegnum ríkulegt myndefni og gagnvirkni. Auk þess eru á safninu tímabundnar sýningar í Vélasal og Bryggjusal ásamt varðskipinu Óðni og dráttarbátnum Magna, sem liggja bundnir við safnabryggjuna.

Svarthvít mynd tekin af starfsfólki frystihúss BÚR árið 1969.

Húsnæði Sjóminjasafnsins árið 1969 sem þá hýsti Bæjarútgerð Reykjavíkur (Búr). Konur við vinnu í fiskvinnslusal, Grandagarður 8. Ljósmyndari: Ásgeir Árnason

Sýningar

Viðburðir

Sjóminjasafnið í Reykjavík

Varðskipið Óðinn - leiðsögn um borð

Við bjóðum daglegar leiðsagnir kl. 13, 14 og 15 frá 1. mars til 31. október í hinu sögufræga varðskipi Óðni þar sem þorskastríðin og björgunarsaga skipsins eru í brennidepli. Velkomin um borð!

Varðskipið Óðinn - leiðsögn um borð
Sjóminjasafnið í Reykjavík

Fjölskylduleikur um Fiskur & fólk í haustfríinu

Verið velkomin í fjölskylduleik um sýninguna Fiskur & fólk á Sjóminjasafninu í Reykjavík í haustfríinu 24.-28. október kl. 10-17. Ókeypis inn og öll velkomin! Fjölskylduleikurinn er frábær leið fyrir alla fjölskylduna að skoða safnið með aðstoð skemmtilegra þrauta sem leiðir ykkur í gegnum sýninguna. Þrjú mismunandi erfiðleikastig eru á þrautunum. Einnig verða borðspil í Bryggjusalnum, fyrir alla sem vilja setjast niður í rólegheitum eftir fjölskylduleikinn. Viðburðurinn er hluti af haustfrísdagskrá Borgarsögusafns. Frítt er inn á alla sýningarstaði safnsins fyrir fullorðna í fylgd barna dagana 24.-28. október.

Fjölskylduleikur um Fiskur & fólk í haustfríinu
Borgarsögusafn Reykjavíkur

Haustfrí á Borgarsögusafni Reykjavíkur

Verið velkomin á Borgarsögusafn Reykjavíkur í haustfríinu. Frítt er inn á alla sýningarstaði safnsins fyrir fullorðna í fylgd barna dagana 24.-28. október. Hlökkum til að sjá ykkur! Dagskrá: ÁRBÆJARSAFN 24.-28. október kl. 13-17 // Draugar Árbæjarsafns – Ratleikur 27. október kl. 13-14 og 14-15 // Rófuútskurðarsmiðja - Skráning LANDNÁMSSÝNINGIN AÐALSTRÆTI 24.-28. október kl. 10-17 // 12 litlar mýs – Ratleikur 24.-28. október kl. 10-17 // Klippi- og litasmiðja LJÓSMYNDASAFN REYKJAVÍKUR 24. október kl. 11-13 // Barmmerkjasmiðja – Kvennafrídagurinn 24.-28. október á opnunartíma // Myndaþraut SJÓMINJASAFNIÐ Í REYKJAVÍK 24.–28. október kl. 10–17 // Fiskur & fólk – Fjölskylduleikur 28. október kl. 10–12 // Morskóðasmiðja Nánari upplýsingar er að finna í viðburðunum á Facebook, vef Borgarsögusafns og viðburðadagatali Reykjavíkurborgar.

Haustfrí á Borgarsögusafni Reykjavíkur
Sjóminjasafnið í Reykjavík

Morskóðasmiðja í haustfríinu

Verið velkomin í morskóðasmiðju á Sjóminjasafninu í Reykjavík í haustfríinu 28. október kl. 10-12. Ókeypis inn og öll velkomin! Viltu læra að skrifa nafnið þitt með morskóða? Eða jafnvel senda leynileg skilaboð? Í haustfríinu bjóðum við upp á morskóðasmiðju fyrir fjölskyldur þar sem hægt verður að kynnast morskóða og búa til hálsmen eða armbönd úr perlum sem standa fyrir hljóðmerkin. Smiðjan verður í Bryggjusalnum, 1. hæð. Leiðbeiningar ásamt öllum efnivið fyrir smiðjuna verður til staðar. Morskóði er samskiptakerfi þar sem hljóð-, ljós- eða merkjasendingar af mismunandi lengd eru notaðar í stað bókstafa og tölustafa. Áður fyrr var hann mikið notaður á skipum m.a. til að senda bráðnauðsynleg skilaboð, sérstaklega þegar önnur fjarskipti voru ekki möguleg. Með því að blikka ljósum eða gefa frá sér hljóðmerki gátu skip sent neyðarköll, staðsetningu eða aðrar mikilvægar upplýsingar yfir langar vegalengdir. Á eftirfarandi hlekk inn á vef Kvennasögusafnsins er að finna skemmtilega sögu af sjókonum sem sendu skilaboð með morskóða á fjöldafund fyrsta Kvennafrídagsins 1975: https://kvennasogusafn.is/index.php?page=sagan-hennar-mommu Viðburðurinn er hluti af haustfrísdagskrá Borgarsögusafns. Frítt er inn á alla sýningarstaði safnsins fyrir fullorðna í fylgd barna dagana 24.-28. október.

Morskóðasmiðja í haustfríinu

Varð­skipið Óðinn

Varðskipið Óðinn

Varðskipið Óðinn

Boðið er upp á daglegar leiðsagnir út í varðskipið Óðinn á tímabilinu 1. mars til 31. október þar sem þorskastríðin og björgunarsaga skipsins eru í brennidepli.

Dráttarbáturinn Magni

Dráttarbáturinn Magni

Magni var fyrsta stálskipið sem smíðað var á Íslandi og gengdi hlutverki sínu fyrir Reykjavíkurhöfn með miklum sóma allt til ársins 1987.

Útleiga

Útleiga

Safn­verslun

Safnverslun Sjóminjasafnsins