Sjóminjasafn
Sögur af sjó og landi
Fiskur og fólk - sjósókn í 150 ár.
Á Sjóminjasafninu er boðið upp á fastasýninguna „Fiskur og fólk – sjósókn í 150 ár“. Sýningin einkennist af lifandi stemmningu sem eykur á djúpa upplifun gesta í gegnum ríkulegt myndefni og gagnvirkni. Auk þess eru á safninu tímabundnar sýningar í Vélasal og Bryggjusal ásamt varðskipinu Óðni og dráttarbátnum Magna, sem liggja bundnir við safnabryggjuna.
Húsnæði Sjóminjasafnsins árið 1969 sem þá hýsti Bæjarútgerð Reykjavíkur (Búr). Konur við vinnu í fiskvinnslusal, Grandagarður 8. Ljósmyndari: Ásgeir Árnason
Sýningar
Viðburðir
Varðskipið Óðinn
Varðskipið Óðinn
Boðið er upp á daglegar leiðsagnir út í varðskipið Óðinn á tímabilinu 1. mars til 31. október þar sem þorskastríðin og björgunarsaga skipsins eru í brennidepli.
Dráttarbáturinn Magni
Magni var fyrsta stálskipið sem smíðað var á Íslandi og gengdi hlutverki sínu fyrir Reykjavíkurhöfn með miklum sóma allt til ársins 1987.