Þó hjólið sé aldagömul uppfinning, barst það seint til Íslands. Flutningar um langan veg voru þeir sömu frá landnámstíð og fram á 19. öld, nefnilega klyfberar.
Sýningin Komdu að leika ! fjallar um leiki og leikföng barna í Reykjavík á 20. öld. Varpað er ljósi á fjölbreytileika og þróun leikfanga og hvernig leikir endurspegla samfélagið á hverjum tíma.
Á sýningunni Í húsi Krists og kappleikja, á efri hæð Landakots, er gerð grein fyrir hinum tveimur ólíku köflum í sögu hússins sem hýsir sýninguna, Landakoti.
Í Aðalstræti 10 og 16 er að finna sýninguna "Aðalstræti" sem fjallar um tímabilið allt frá landnámi til dagsins í dag. Aðalstræti var þekkt sem aðalgatan í Reykjavík eða Hovedgaden þegar dönsk stjórnvöld höfðu lögsögu yfir Íslandi á öldum áður.
Verkstæðið er samstarfsverkefni Árbæjarsafns og Bíliðnafélagsins / Félags blikksmiða.