Tuttugasta öldin var tími mikilla breytinga. Þá urðu heimssögulegir atburðir sem höfðu áhrif á samfélög um allan heim og réðu miklu um daglegt líf fólks.
Þó hjólið sé aldagömul uppfinning, barst það seint til Íslands. Flutningar um langan veg voru þeir sömu frá landnámstíð og fram á 19. öld, nefnilega klyfberar.
Sýningin Komdu að leika ! fjallar um leiki og leikföng barna í Reykjavík á 20. öld. Varpað er ljósi á fjölbreytileika og þróun leikfanga og hvernig leikir endurspegla samfélagið á hverjum tíma.
Á sýningunni Í húsi Krists og kappleikja, á efri hæð Landakots, er gerð grein fyrir hinum tveimur ólíku köflum í sögu hússins sem hýsir sýninguna, Landakoti.
Í Aðalstræti 10 og 16 er að finna sýninguna "Aðalstræti" sem fjallar um tímabilið allt frá landnámi til dagsins í dag. Aðalstræti var þekkt sem aðalgatan í Reykjavík eða Hovedgaden þegar dönsk stjórnvöld höfðu lögsögu yfir Íslandi á öldum áður.
Verkstæðið er samstarfsverkefni Árbæjarsafns og Bíliðnafélagsins / Félags blikksmiða.