Árbæj­arsafn

Heill heimur upplifana

Upplifðu söguna á Árbæjarsafni.©Borgarsögusafn Reykjavíkur | Ljósmynd: Vigfús Birgisson

Upplifðu söguna á Árbæjarsafni.©Borgarsögusafn Reykjavíkur | Ljósmynd: Vigfús Birgisson

Árbæjarsafn er stærsta útisafn landsins. Þar er safn gamalla húsa sem flest hafa verið flutt á safnsvæðið úr miðbæ Reykjavíkur og hafa marga sögu að geyma.

Svarthvít mynd tekin árið 1965 af fjölda fólks á skemmtun við Árbæ.  Íslenski fáninn og fáni Reykjavíkur blakta við hún. Ljósmynd: Vísir

©Borgarsögusafn Reykjavíkur | Árbæjarsafn. Mikill mannfjöldi fylgist með skemmtun við Árbæ. Ljósmynd: Vísir

Ef veggirnir hefðu eyru … – Saga húsanna

Sýningar

Viðburðir

Árbæjarsafn

Leiðsögn á Árbæjarsafni

Leiðsögumaður fer með gesti í öll helstu hús Árbæjarsafns og segir frá sögu þeirra.

Leiðsögn á Árbæjarsafni
Árbæjarsafn

Sumardagurinn fyrsti á Árbæjarsafni

Sumardagurinn fyrsti, 24. apríl verður haldinn hátíðlegur á Árbæjarsafni með fjölbreyttri dagskrá fyrir börn og fjölskyldur frá klukkan 13 til 16. Ókeypis inn og öll velkomin. 12:30 Skrúðganga leggur af stað frá Árbæjarkirkju 13:00 Skátafélagið Árbúar og Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts koma marserandi inn á safnið 13:00-15:00 Sumarhattasmiðja í Lækjargötu 4 14:00 Dagrún Ósk þjóðfræðingur segir frá sögu og þjóðtrú Sumardagsins fyrsta 13:00-16:00 Veitingasala, popp og kandífloss – Skátafélagið Árbúar 13:00-16:00 Þrautaleikur á safnsvæðinu – Skátafélagið Árbúar 15:00 Kvöldvaka - Skátafélagið Árbúar 13:00-16:00 Lummur og tóvinna í gamla Árbænum

Sumardagurinn fyrsti á Árbæjarsafni
Árbæjarsafn

Ertu að læra íslensku? - leiðsögn

Ertu að læra íslensku? Borgarsögusafn býður upp á leiðsögn á Árbæjarsafni fyrir fólk sem er að læra íslensku. Leiðsögnin verður laugardaginn 10. maí kl. 15:00-16:00. Katleen Abbeel segir frá á auðskilinni íslensku.

Ertu að læra íslensku? - leiðsögn
Árbæjarsafn

Brúðubíllinn snýr aftur!

Brúðubíllinn snýr aftur eftir 4 ára pásu og frumsýnir leikritið „Leikið með liti“ á Árbæjarsafni þriðjudaginn þann 3. júní kl. 14. Þá munu Lilli, Dúskur, Dónadúskur, Dúskamamma, tröllið undir brúnni og dýrin í Afríku mæta á svæðið og syngja og dansa fyrir okkur.

Brúðubíllinn snýr aftur!

Útleiga

Árbæjarsafnskirkja

Safn­verslun

Krambúðin í Lækjargötu á Árbæjarsafni.

Ferða­manna­leið­sögn

Daglegar ferðamannaleiðsagnir um safnsvæðið | Ljósmynd: Vigfús Birgisson