Árbæjarsafn
Heill heimur upplifana

Upplifðu söguna á Árbæjarsafni.©Borgarsögusafn Reykjavíkur | Ljósmynd: Vigfús Birgisson
Árbæjarsafn er stærsta útisafn landsins. Þar er safn gamalla húsa sem flest hafa verið flutt á safnsvæðið úr miðbæ Reykjavíkur og hafa marga sögu að geyma.

Árbæjarsafn. Mikill mannfjöldi fylgist með skemmtun við Árbæ, ágúst 1965. Ljósmynd: Vísir

Sýningar
Viðburðir
Hæglætishelgi
Helgina 23.-24. ágúst ræður hæglætið ríkjum á Árbæjarsafni. Þá mun starfsfólk í hefðbundnum fatnaði frá fyrri tímum sinna ýmsum heimilis- og sveitaverkum. Kassabílarnir og fleiri útileikföng verða á staðnum fyrir börnin og svo auðvitað hin sívinsæla sýning í Landakotshúsinu "Komdu að leika!" Í haga eru hestar og landnámshænurnar vappa líka frjálsar um safnsvæðið.

Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur
Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 31. ágúst. Mótið gefur einstakt tækifæri til að takast á við skákgyðjuna í sögulegu umhverfi Árbæjarsafns. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl. 14. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik (4+2). Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.

Útleiga

Safnverslun

Ferðamannaleiðsögn
