Árbæjarsafn
Heill heimur upplifana

Upplifðu söguna á Árbæjarsafni.©Borgarsögusafn Reykjavíkur | Ljósmynd: Vigfús Birgisson
Árbæjarsafn er stærsta útisafn landsins. Þar er safn gamalla húsa sem flest hafa verið flutt á safnsvæðið úr miðbæ Reykjavíkur og hafa marga sögu að geyma.

Árbæjarsafn. Mikill mannfjöldi fylgist með skemmtun við Árbæ, ágúst 1965. Ljósmynd: Vísir

Sýningar
Viðburðir
Þjóðdansasýning - Norræna þjóðmenningarhátíðin ISLEK 2025
Í sumar verður haldið upp á hálfrar aldar afmæli ISLEK – norræns þjóðdansamóts sem hefur sameinað dansáhugafólk frá Norðurlöndunum allt frá árinu 1975. Í ár fer mótið fram í níunda sinn, en laugardaginn 19. júlí munu þjóðbúningaklæddir gestir frá Grænlandi, Íslandi, Færeyjum, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi stíga þjóðdansa víðsvegar um safnsvæði Árbæjarsafns. Frá 14:00 til 16:00 munu gestir og gangandi geta notið þess að sjá fjölbreytta dansa og litríka búninga sem endurspegla menningararf Norðurlandanna. Verið öll velkomin!

Fornbíladagurinn
Sunnudaginn 20. júlí kl 13-16 verður boðið upp á hina árvissu og vinsælu fornbílasýningu á Árbæjarsafni. Fornbílaklúbbur Íslands sýnir ýmsa merka bíla í eigu félagsmanna á safnsvæðinu. Félagsmenn verða á staðnum og spjalla við gesti. Kl. 14-15 stígur hljómsveitin Korsiletturnar á stokk, en þau sérhæfa sig í swing og djass tónlist frá 3. til 6. áratugs síðustu aldar. Hljómsveitin samanstendur af söngvara tríó, gítar- og trommuleikara. Ljúfir djass standardar í bland við frumsamið efni og hittara síðustu ára í gamaldags búningi.

Brúðubíllinn - Uglan í trénu
Verið hjartanlega velkomin á sýningu Brúðubílsins á Árbæjarsafni 29. júlí kl. 14:00. Í þetta sinn verður sýnt leikritið Uglan í trénu. Í sögunni koma fram Björninn, Mýsla týsla, Íkorninn og Jarðálfurinn. Svo mun Dúskur og Lilli að sjálfsögðu mæta og syngja Guttavísur með Gutta sjálfum og hann er alveg rosalega óþekkur.

Útleiga

Safnverslun

Ferðamannaleiðsögn
