Árbæj­arsafn

Heill heimur upplifana

Upplifðu söguna á Árbæjarsafni.©Borgarsögusafn Reykjavíkur | Ljósmynd: Vigfús Birgisson

Upplifðu söguna á Árbæjarsafni.©Borgarsögusafn Reykjavíkur | Ljósmynd: Vigfús Birgisson

Árbæjarsafn er stærsta útisafn landsins. Þar er safn gamalla húsa sem flest hafa verið flutt á safnsvæðið úr miðbæ Reykjavíkur og hafa marga sögu að geyma.

Árbæjarsafn. Mikill mannfjöldi fylgist með skemmtun við Árbæ, ágúst 1965. Ljósmynd: Vísir

Árbæjarsafn. Mikill mannfjöldi fylgist með skemmtun við Árbæ, ágúst 1965. Ljósmynd: Vísir

Ef veggirnir hefðu eyru … – Saga húsanna

Sýningar

Viðburðir

Árbæjarsafn

Leiðsögn á Árbæjarsafni

Leiðsögumaður fer með gesti í öll helstu hús Árbæjarsafns og segir frá sögu þeirra. Leiðsögnin fer að mestu fram á ensku og tekur rúma klukkastund.

Leiðsögn á Árbæjarsafni
Árbæjarsafn

Draugar Árbæjarsafns - Ratleikur í haustfríinu

Verið velkomin í skemmtilegan draugaratleik á Árbæjarsafni í haustfríinu 24.-28. október kl. 13-17. Ókeypis inn og öll velkomin! Getur þú fundið draugana á safnsvæðinu? Draugarnir leynast víðsvegar. Leikurinn leiðir þig áfram þar sem þátttakendur hjálpast að við að finna draugana á svæðinu með nokkrum skemmtilegum stoppum. Hægt er að nálgast leikinn í afgreiðslu safnsins. Viðburðurinn er hluti af haustfrísdagskrá Borgarsögusafns. Frítt er inn á alla sýningarstaði safnsins fyrir fullorðna í fylgd barna dagana 24.-28. október.

Draugar Árbæjarsafns - Ratleikur í haustfríinu
Árbæjarsafn

Rófuútskurðarsmiðja í haustfríinu - Skráning nauðsynleg

Verið velkomin í rófuútskurðarsmiðju þann 27. október kl. 13-14 og 14-15. Smiðjan er ætluð börnum á aldrinum 7-10 ára. Ókeypis inn og öll velkomin en skráning er nauðsynleg. Vinsamlegast athugið að það eru tvær smiðjur í boði og er nauðsynlegt að skrá sig í þær til að tryggja sér pláss. Vinsamlegast bókið pláss og tilgreinið hvorn tímann þið kjósið heldur, kl. 13-14 eða kl. 14-15, með því að senda tölvupóst á hopar.borgarsogusafn@reykjavik.is Á 16. öld skar fólk á Írlandi út í rófur. Þær voru settar fyrir utan húsdyrnar til að hræða illar verur á brott en bjóða gesti velkomna. Innan í rófu var sett logandi kerti. Á 19. öld fóru írskir landnemar til Bandaríkjanna og þar var byrjað að skera út í grasker í stað rófna. Hér má sjá myndband sem um rófuútskurð sem var útbúið fyrir nokkrum árum: https://vimeo.com/470110708 Athugið að það er takmarkað magn af rófum í boði og miðað er við eina rófu á barn. Það þarf líka að skiptast á að nota verkfærin. Viðburðurinn er hluti af haustfrísdagskrá Borgarsögusafns. Frítt er inn á alla sýningarstaði safnsins fyrir fullorðna í fylgd barna dagana 24.-28. október.

Rófuútskurðarsmiðja í haustfríinu - Skráning nauðsynleg
Árbæjarsafn

Bráðum koma blessuð jólin - Jóladagskrá Árbæjarsafns

Bráðum koma blessuð jólin er yfirskrift jóladagskrár Árbæjarsafns sunnudagana 7. og 14. desember en þá daga gefst gestum tækifæri að njóta aðventunnar og upplifa jólin eins og þau voru í Reykjavík í þá gömlu góðu daga. Jólaundirbúningur er í fullum gangi í bænum. Í Árbæ sker fólk út laufabrauð, kembir ull og spinnur garn. Í Hábæ bjóða húsbændur gestum að smakka íslenskt hangikjöt og í Nýlendu tálgar maður skemmtilegar fígúrur úr tré. Kæsta skatan er komin í pottinn í Efstabæ og í Miðhúsum eru prentuð falleg jólakort. Í hesthúsinu í Garðastræti eru hjúin í óðaönn að steypa kerti úr tólgi. Jólahald heldra fólks við upphaf 20. aldar er sýnt í Suðurgötu 7 og í Krambúðinni er kramarhús, konfekt og ýmis jólavarningur til sölu. Kaffiilmur berst frá Dillonshúsi en þar er upplagt að setjast niður fá sér tíu dropa og smá bakkelsi með. Helstu viðburðir: 14:00-16:00 Jólasveinar skemmta gestum á víð og dreif um safnsvæðið og taka þátt í söng og dansi. 14:00 Guðsþjónusta í safnkirkjunni 15:00 Sungið og dansað í kringum jólatréð á torgi safnsins Frítt inn fyrir börn, öryrkja og menningarkortshafa. Aðrir greiða 2.450 kr. Vinsamlegast athugið að dagskráin endar kl. 16 en safnið er opið til kl. 17.

Bráðum koma blessuð jólin - Jóladagskrá Árbæjarsafns

Útleiga

Árbæjarsafnskirkja

Safn­verslun

Krambúðin í Lækjargötu á Árbæjarsafni.

Ferða­manna­leið­sögn

Daglegar ferðamannaleiðsagnir um safnsvæðið | Ljósmynd: Vigfús Birgisson