Árbæjarsafn
Heill heimur upplifana

Upplifðu söguna á Árbæjarsafni.©Borgarsögusafn Reykjavíkur | Ljósmynd: Vigfús Birgisson
Árbæjarsafn er stærsta útisafn landsins. Þar er safn gamalla húsa sem flest hafa verið flutt á safnsvæðið úr miðbæ Reykjavíkur og hafa marga sögu að geyma.

Árbæjarsafn. Mikill mannfjöldi fylgist með skemmtun við Árbæ, ágúst 1965. Ljósmynd: Vísir

Sýningar
Viðburðir
Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur
Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 31. ágúst. Mótið gefur einstakt tækifæri til að takast á við skákgyðjuna í sögulegu umhverfi Árbæjarsafns. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl. 14. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik (4+2). Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.

Útleiga

Safnverslun

Ferðamannaleiðsögn
