Árbæjarsafn
Heill heimur upplifana

Upplifðu söguna á Árbæjarsafni.©Borgarsögusafn Reykjavíkur | Ljósmynd: Vigfús Birgisson
Árbæjarsafn er stærsta útisafn landsins. Þar er safn gamalla húsa sem flest hafa verið flutt á safnsvæðið úr miðbæ Reykjavíkur og hafa marga sögu að geyma.

Árbæjarsafn. Mikill mannfjöldi fylgist með skemmtun við Árbæ, ágúst 1965. Ljósmynd: Vísir

Sýningar
Viðburðir
Jólakransanámskeið með Blómdísi og jóndísi
Sunnudaginn 30. nóvember kl. 13:00–16:00 verður haldið jólakransanámskeið á Árbæjarsafni undir leiðsögn Blómdísar og jóndísar, blómahönnuða með yfir þrjátíu ára reynslu í faginu. Þátttakendur fá tækifæri til að búa til sinn eigin blómakrans, en allt efni og verkfæri verða á staðnum. Skráning er nauðsynleg en hægt verður að skrá sig á námskeiðið fram að 14. nóvember. Námskeiðsgjald er 15.000 kr. Sendur verður reikningur á þátttakendur sem greiða þarf með 10 daga fyrirvara, eða 20. nóvember. Vinsamlegast skráið ykkur hér: https://outlook.office.com/book/vidburdir_borgarsogusafn@reykjavik.is/s/yVERZd8z8Ue7qm431i6kEQ2?ismsaljsauthenabled Námskeiðið er ætlað öllum aldurshópum en athugið að öll börn verða að vera í fylgd með forráðamanni. Verið velkomin!

Bráðum koma blessuð jólin - Jóladagskrá Árbæjarsafns
Bráðum koma blessuð jólin er yfirskrift jóladagskrár Árbæjarsafns sunnudagana 7. og 14. desember en þá daga gefst gestum tækifæri að njóta aðventunnar og upplifa jólin eins og þau voru í Reykjavík í þá gömlu góðu daga. Jólaundirbúningur er í fullum gangi í bænum. Í Árbæ sker fólk út laufabrauð, kembir ull og spinnur garn. Í Hábæ bjóða húsbændur gestum að smakka íslenskt hangikjöt og í Nýlendu tálgar maður skemmtilegar fígúrur úr tré. Kæsta skatan er komin í pottinn í Efstabæ og í Miðhúsum eru prentuð falleg jólakort. Í hesthúsinu í Garðastræti eru hjúin í óðaönn að steypa kerti úr tólgi. Jólahald heldra fólks við upphaf 20. aldar er sýnt í Suðurgötu 7 og í Krambúðinni er kramarhús, konfekt og ýmis jólavarningur til sölu. Kaffiilmur berst frá Dillonshúsi en þar er upplagt að setjast niður fá sér tíu dropa og smá bakkelsi með. Helstu viðburðir: 14:00-16:00 Jólasveinar skemmta gestum á víð og dreif um safnsvæðið og taka þátt í söng og dansi. 14:00 Guðsþjónusta í safnkirkjunni 15:00 Sungið og dansað í kringum jólatréð á torgi safnsins Frítt inn fyrir börn, öryrkja og menningarkortshafa. Aðrir greiða 2.450 kr. Vinsamlegast athugið að dagskráin endar kl. 16 en safnið er opið til kl. 17.

Útleiga

Safnverslun

Ferðamannaleiðsögn










