Við bjóðum daglegar leiðsagnir kl. 13, 14 og 15 frá 1. mars til 31. október í hinu sögufræga varðskipi Óðni þar sem þorskastríðin og björgunarsaga skipsins eru í brennidepli. Velkomin um borð!
Sunnudaginn þann 17. ágúst kl. 13-16 verður mikið um dýrðir á Árbæjarsafni er bæði blómahönnuðir og félagar í Heimilisiðnaðarfélagi Íslands sækja safnið heim.
Kúmenfræin í Viðey eru orðin fullþroskuð til að tína og þér er boðið í fræðandi uppskeruferð. Björk Bjarnadóttir, umhverfis- og þjóðfræðingur leiðir tínsluna og segir gestum frá sögu kúmensins og fleiru sem tengist Viðey.