Borgarsögusafn
Sagan okkar
Ljósmyndasafn
Verið velkomin á sýninguna "Harmljóð um hest" sem stendur nú yfir í Ljósmyndasafninu.
Árbæjarsafn
Vaxtaverkir er upplifunarsýning með áherslu á sköpun, fræðslu, ímyndunarafl og leikgleði. Gestir fá innsýn í veröld grunnskólabarna í Reykjavík á árabilinu 1898-1974.
Vegna framkvæmda á bryggju Viðeyjar verður eyjan því miður lokuð tímabundið. Það er verið að betrumbæta landganginn til að bæta aðgengi gesta. Við látum ykkur vita þegar eyjan opnar á ný.
Staðirnir okkar
Viðburðir
Landnámssýningin Aðalstræti - leiðsögn á ensku
Borgarsagan í hnotskurn. Í Aðalstræti 10 og 16 geturðu séð hvernig Reykjavík þróaðist frá landnámi til dagsins í dag. Söguþráðurinn teygir sig neðanjarðar úr Aðalstræti 16, þar sem er skálarúst frá 10. öld, og yfir í elsta hús Kvosarinnar, Aðalstræti 10, og sýnir þróun Reykjavíkur frá býli til borgar.