Borg­ar­sögu­safn
Sagan okkar

Fyrir hverju var fólk að berjast á ólíkum tímum? Í heimsókn á Ljósmyndasafninu á sýninguna "Samferðamaður" skoða nemendur í 8. - 10. bekk ljósmyndir af mótmælum og kröfugöngum á 50 ára tímabili. Bjóðum upp á fræðslu fyrir öll skólastig. Tekið er á móti hópum alla virka daga.

Hér færðu yfirlit yfir sumardagskrána okkar.

Ljósmyndasafn

Á sýningunni "Samferðamaður" er farið yfir ríflega fimmtíu ára feril Gunnars V. Andréssonar fréttaljósmyndara – frá 1966 til 2018.

Staðirnir okkar

Viðburðir

Árbæjarsafn

Leiðsögn á Árbæjarsafni

Leiðsögumaður fer með gesti í öll helstu hús Árbæjarsafns og segir frá sögu þeirra. Leiðsögnin fer að mestu fram á ensku og tekur rúma klukkastund.

Leiðsögn á Árbæjarsafni
Sjóminjasafnið í Reykjavík

Varðskipið Óðinn - leiðsögn um borð

Við bjóðum daglegar leiðsagnir kl. 13, 14 og 15 frá 1. mars til 31. október í hinu sögufræga varðskipi Óðni þar sem þorskastríðin og björgunarsaga skipsins eru í brennidepli. Velkomin um borð!

Varðskipið Óðinn - leiðsögn um borð
Árbæjarsafn

Brúðubíllinn - Afmælisdagur Uglunnar

Allt er þegar þrennt er - Brúðubíllinn snýr loksins aftur á Árbæjarsafn laugardaginn þann 30. ágúst kl. 15:00!

Brúðubíllinn - Afmælisdagur Uglunnar
Árbæjarsafn

Mjólk í mat, ull í fat

Mjólk í mat og ull í fat er yfirskrift sunnudagsins 31. ágúst en þann dag sinnir starfsfólk Árbæjarsafns ýmsum sveitastörfum upp á gamla mátann sem fróðlegt er að fylgjast með. Þennan dag er sérstök áhersla lögð á vinnslu mjólkur og ullar.

Mjólk í mat, ull í fat
Árbæjarsafn

Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur

Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 31. ágúst. Mótið gefur einstakt tækifæri til að takast á við skákgyðjuna í sögulegu umhverfi Árbæjarsafns. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl. 14. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik (4+2). Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.

Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur
Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Ertu að læra íslensku? - Leiðsögn á auðskilinni íslensku

Ertu að læra íslensku? Borgarsögusafn býður upp á leiðsögn um Ljósmyndasafnið fyrir fólk sem er að læra íslensku. Leiðsögnin verður laugardaginn 20. september kl. 14:00-15:00. Katleen Abbeel segir frá á auðskilinni íslensku.

Ertu að læra íslensku? - Leiðsögn á auðskilinni íslensku

Sýningar