Borgarsögusafn
Sagan okkar
Fyrir hverju var fólk að berjast á ólíkum tímum? Í heimsókn á Ljósmyndasafninu á sýninguna "Samferðamaður" skoða nemendur í 8. - 10. bekk ljósmyndir af mótmælum og kröfugöngum á 50 ára tímabili. Bjóðum upp á fræðslu fyrir öll skólastig. Tekið er á móti hópum alla virka daga.
Hér færðu yfirlit yfir sumardagskrána okkar.
Ljósmyndasafn
Á sýningunni "Samferðamaður" er farið yfir ríflega fimmtíu ára feril Gunnars V. Andréssonar fréttaljósmyndara – frá 1966 til 2018.
Staðirnir okkar
Viðburðir
Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur
Stórmót Árbæjarsafns og Taflfélags Reykjavíkur fer fram sunnudaginn 31. ágúst. Mótið gefur einstakt tækifæri til að takast á við skákgyðjuna í sögulegu umhverfi Árbæjarsafns. Teflt verður í Árbæjarsafni og hefst taflið kl. 14. Tefldar verða 7 umferðir með umhugsunartímanum 4 mínútur auk 2 sekúndna viðbótartíma eftir hvern leik (4+2). Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin, 15.000 kr., 10.000 kr. og 5.000 kr. Mótið verður reiknað til alþjóðlegra hraðskákstiga.
