Í tilefni Safnanætur, 7. febrúar, verður sérstök kvöldopnun á sýningunni Fiskur & fólk – sjósókn í 150 ár á Sjóminjasafninu í Reykjavík. Opið verður kl. 18:00 til 22:00. Ókeypis inn og öll velkomin.
Sjóminjasafnið býður börn og fjölskyldur þeirra velkomin á Safnanótt, 7. febrúar. Á grunnsýningu safnsins Fiskur & fólk er hægt að fara í léttar og skemmtilegar þrautir. Þrjú mismunandi erfiðleikastig eru í boði eftir getu og aldri barnanna. Ókeypis inn og öll velkomin.
Í tilefni Safnanætur 7. febrúar, mun Sjóminjasafnið hefja sýningar á kvikmyndinni Björgunarafrekið við Látrabjarg eftir Óskar Gíslason sem kom út árið 1949. Ókeypis inn og öll velkomin.
Í tilefni Safnanætur verða ýmsir leikir og spil í boði á Landnámssýningunni en þar búa t.d. 12 litlar, litríkar mýs. Þær þvælast hingað og þangað, tvist og bast, en getur þú fundið þær allar? Ókeypis inn og öll velkomin.
Velkomin á "Veðrun" samsýningu félaga í FÍSL – Félags íslenskra samtímaljósmyndara í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Sýningin er hluti af Ljósmyndahátíð Íslands 2025. Frítt inní tilefni af Safnanótt!