Borgarsögusafn
Sagan okkar
Hér má sjá upplýsingar um þær fræðsluleiðir sem eru í boði á Árbæjarsafni um jólin.
Ljósmyndasafn
Á sýningunni "Samferðamaður" er farið yfir ríflega fimmtíu ára feril Gunnars V. Andréssonar fréttaljósmyndara – frá 1966 til 2018.
Staðirnir okkar
Viðburðir
Opnun: Stemning sem var - Guðmundur Einar
Verið velkomin á opnun sýningarinnar „Stemning sem var“ í Skotinu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur þann 30. október kl. 16-18. Léttar veitingar verða á boðstólum. Ókeypis inn! „Stemning sem var“ er yfirskrift sýningar listamannsins Guðmundar Einars sem stendur yfir í Skotinu 30. október til 31. desember 2025. Á henni birtast okkur það sem hann kallar: „sjúskaðar en heiðarlegar leifturmyndir úr nálægri en rómantískri fortíð.“

Bráðum koma blessuð jólin - Jóladagskrá Árbæjarsafns
Bráðum koma blessuð jólin er yfirskrift jóladagskrár Árbæjarsafns sunnudagana 7. og 14. desember en þá daga gefst gestum tækifæri að njóta aðventunnar og upplifa jólin eins og þau voru í Reykjavík í þá gömlu góðu daga. Jólaundirbúningur er í fullum gangi í bænum. Í Árbæ sker fólk út laufabrauð, kembir ull og spinnur garn. Í Hábæ bjóða húsbændur gestum að smakka íslenskt hangikjöt og í Nýlendu tálgar maður skemmtilegar fígúrur úr tré. Kæsta skatan er komin í pottinn í Efstabæ og í Miðhúsum eru prentuð falleg jólakort. Í hesthúsinu í Garðastræti eru hjúin í óðaönn að steypa kerti úr tólgi. Jólahald heldra fólks við upphaf 20. aldar er sýnt í Suðurgötu 7 og í Krambúðinni er kramarhús, konfekt og ýmis jólavarningur til sölu. Kaffiilmur berst frá Dillonshúsi en þar er upplagt að setjast niður fá sér tíu dropa og smá bakkelsi með. Helstu viðburðir: 14:00-16:00 Jólasveinar skemmta gestum á víð og dreif um safnsvæðið og taka þátt í söng og dansi. 14:00 Guðsþjónusta í safnkirkjunni 15:00 Sungið og dansað í kringum jólatréð á torgi safnsins Frítt inn fyrir börn, öryrkja og menningarkortshafa. Aðrir greiða 2.450 kr. Vinsamlegast athugið að dagskráin endar kl. 16 en safnið er opið til kl. 17.
