Borg­ar­sögu­safn
Sagan okkar

Við bjóðum ykkur velkomin á Borgarsögusafn yfir páskahátíðina 2025. Hér getið þið séð opnunartíma yfir páskana á sýningarstöðum okkar á Árbæjarsafni, Landnámssýningunni Aðalstræti, Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Sjóminjasafninu í Reykjavík og Viðey.

Sumardagurinn fyrsti, 24. apríl verður haldinn hátíðlegur á Árbæjarsafni með fjölbreyttri dagskrá fyrir börn og fjölskyldur frá klukkan 13 til 16.

Ljósmyndasafn

Myndir ársins er árleg sýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands sem nú stendur yfir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur.

Staðirnir okkar

Viðburðir

Árbæjarsafn

Leiðsögn á Árbæjarsafni

Leiðsögumaður fer með gesti í öll helstu hús Árbæjarsafns og segir frá sögu þeirra.

Leiðsögn á Árbæjarsafni
Sjóminjasafnið í Reykjavík

Fjölskyldustund í tilefni af sumardeginum fyrsta

Í tilefni af sumardeginum fyrsta höfum við breytt Bryggjusalnum í notalegt og skapandi fjölskyldurými fullt af skemmtilegum spilum og föndri. Þar geta börn og fullorðnir átt saman góða stund í leik og list.

Fjölskyldustund í tilefni af sumardeginum fyrsta
Árbæjarsafn

Sumardagurinn fyrsti á Árbæjarsafni

Sumardagurinn fyrsti, 24. apríl verður haldinn hátíðlegur á Árbæjarsafni með fjölbreyttri dagskrá fyrir börn og fjölskyldur frá klukkan 13 til 16. Ókeypis inn og öll velkomin. 12:30 Skrúðganga leggur af stað frá Árbæjarkirkju 13:00 Skátafélagið Árbúar og Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts koma marserandi inn á safnið 13:00-15:00 Sumarhattasmiðja í Lækjargötu 4 14:00 Dagrún Ósk þjóðfræðingur segir frá sögu og þjóðtrú Sumardagsins fyrsta 13:00-16:00 Veitingasala, popp og kandífloss – Skátafélagið Árbúar 13:00-16:00 Þrautaleikur á safnsvæðinu – Skátafélagið Árbúar 15:00 Kvöldvaka - Skátafélagið Árbúar 13:00-16:00 Lummur og tóvinna í gamla Árbænum

Sumardagurinn fyrsti á Árbæjarsafni
Landnámssýningin Aðalstræti

Þriðjudagsþræðir - Sannleikur og sagnamyndun

SANNLEIKUR OG SAGNAMYNDUN er yfirskrift annars erindis í fyrirlestraröðinni Þriðjudagsþræðir á Landnámssýningunni Aðalstræti 29. apríl kl. 16:00. Ókeypis inn og öll velkomin!

Þriðjudagsþræðir - Sannleikur og sagnamyndun
Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Opnun: Gunnar V. Andrésson│Samferðamaður

Ljósmyndasafn Reykjavíkur býður þér að vera við opnun sýningarinnar - Gunnar V. Andrésson / Samferðamaður - laugardaginn 3. maí kl. 15:00 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15, 6. hæð.

Opnun: Gunnar V. Andrésson│Samferðamaður
Ljósmyndasafn Reykjavíkur

Sýningarspjall með Gunnari V. Andréssyni

Gunnar V. Andrésson fréttaljósmyndari býður gesti velkomna í spjall um sýninguna „Samferðamaður“ en á sýningunni er farið yfir ríflega fimmtíu ára feril Gunnars – frá 1966 til 2017. Myndir hans, sem birtar voru í dagblöðunum Tímanum, Vísi, DV (Dagblaðinu Vísi), Fréttablaðinu og á fréttavefnum visir.is, eru ómetanleg heimild um íslenskt þjóðlíf.

Sýningarspjall með Gunnari V. Andréssyni

Sýningar