Vaxtaverkir er upplifunarsýning með áherslu á sköpun, fræðslu, ímyndunarafl og leikgleði. Gestir fá innsýn í veröld grunnskólabarna í Reykjavík á árabilinu 1898-1974.
Miðbæjarkötturinn Baktus er fastagestur á Landnámssýningunni og kemur næstum daglega. Í vetrarfríinu bjóðum við börnum upp á að feta í fótspor Baktusar í gegnum sýninguna og skoða það sem honum finnst merkilegast! Frítt inn fyrir börn og fullorðna í þeirra fylgd í tilefni af vetrarfríinu.
Borgarsögusafn býður upp á skemmtilega teiknismiðju fyrir börn í vetrarfríinu um dýrin í lífi okkar á Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Á safninu eru til ótal myndir sem sýna börn og dýr í gamla daga en hvernig verður samband barna og dýra í framtíðinni?