Borgarsögusafn
Sagan okkar
Heildardagskrá
Fókus er félag áhugaljósmyndara á höfuðborgarsvæðinu sem stofnað var árið 1999. Það er frábær vettvangur fyrir fólk sem vill þróa ljósmyndafærni sína og hæfileika. Ljósmyndsafn Reykjavíkur er fullt tilhlökkunar fyrir komandi samstarfi og hlakkar til að kynna fyrir gestum safnsins starfsemi félagins og þeirra góðu félagsmanna. Nánari dagskrá verður kynnt síðar.
Ljósmyndasafn
Á sýningunni "Samferðamaður" er farið yfir ríflega fimmtíu ára feril Gunnars V. Andréssonar fréttaljósmyndara – frá 1966 til 2018.
Staðirnir okkar
Viðburðir
Þriðjudagsþræðir - Áhrif og eftirmálar skriðufallanna á Seyðisfirði
Þann 21. október kl. 16:00-17:00 verður flutt fjórða erindið í fyrirlestraröðinni Þriðjudagsþræðir á Landnámssýningunni Aðalstræti. Ókeypis inn og öll velkomin! Í þetta sinn mun Guðný Ósk Guðnadóttir þjóðfræðingur kynna nýlega rannsókn sína, „Þarna vil ég búa, undir fossinum á túninu“: Áhrif og eftirmálar skriðufallanna á Seyðisfirði. Rannsóknin fjallar um upplifun bæjarbúa af aurskriðunum sem féllu í Seyðisfirði í desember 2020 og ollu gífurlegri eyðileggingu. Efnislegar og sálrænar afleiðingar hamfaranna eru til skoðunar sem og þau áhrif sem þær höfðu á tengsl íbúa við heimabæ sinn og vilja þeirra til áframhaldandi búsetu í firðinum. Viðburðurinn er haldinn í góðu samstarfi Borgarsögusafns og Félags þjóðfræðinga á Íslandi.

12 litlar mýs - Ratleikur í haustfríinu
Verið velkomin á Landnámssýninguna Aðalstræti í haustfríinu 24.-28. október kl. 10-17. Þar búa 12 litlar, litríkar mýs. Þær þvælast hingað og þangað, tvist og bast, en getur þú fundið þær allar? Ókeypis inn og öll velkomin. Viðburðurinn er hluti af haustfrísdagskrá Borgarsögusafns. Frítt er inn á alla sýningarstaði safnsins fyrir fullorðna í fylgd barna dagana 24.-28. október.

Klippi- og litasmiðja í haustfríinu
Verið velkomin á Landnámssýninguna í Aðalstræti í haustfríinu 24.-28. október kl. 10-17. Á staðnum verða fullt af skemmtilegum dúkkulísum, grímum og litablöðum sem gaman er að klippa út og lita. Ókeypis inn og öll velkomin! Viðburðurinn er hluti af haustfrísdagskrá Borgarsögusafns. Frítt er inn á alla sýningarstaði safnsins fyrir fullorðna í fylgd barna dagana 24.-28. október.

Fjölskylduleikur um Fiskur & fólk í haustfríinu
Verið velkomin í fjölskylduleik um sýninguna Fiskur & fólk á Sjóminjasafninu í Reykjavík í haustfríinu 24.-28. október kl. 10-17. Ókeypis inn og öll velkomin! Fjölskylduleikurinn er frábær leið fyrir alla fjölskylduna að skoða safnið með aðstoð skemmtilegra þrauta sem leiðir ykkur í gegnum sýninguna. Þrjú mismunandi erfiðleikastig eru á þrautunum. Einnig verða borðspil í Bryggjusalnum, fyrir alla sem vilja setjast niður í rólegheitum eftir fjölskylduleikinn. Viðburðurinn er hluti af haustfrísdagskrá Borgarsögusafns. Frítt er inn á alla sýningarstaði safnsins fyrir fullorðna í fylgd barna dagana 24.-28. október.
